Útboð vegna frágangs innanhúss í Mjólkárvirkjun

11. febrúar 2019

Útboðið felur í sér málun í vélasal og tengdum rýmum Mjólkárvirkjunar, þar með talið í kjallara, rofaherbergi, spennarými og lagnastokk. Einnig í lágbyggingu stöðvarhússins þ.e. í vaktherbergi, starfsmannarými, skrifstofu og kaffistofu. Mála skal veggi, loft, glugga og hurðir, stálstiga, stálbita, hluta af gólfum og fleira. Þá skal einnig leggja kvarts gólfefni á mestan hluta steyptra gólfa.

Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:

  • Málun veggja                          1530 m2
  • Málun lofta                               460 m2
  • Málun gólfa                                30 m2
  • Kvartsefni á gólf                      442 m2

 

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, Ísafirði frá og með 11. febrúar næstkomandi. Hægt er að panta gögnin á netfangi orkubu@ov.is eða hb@ov.is Tilboðum skal skila á sama stað þann 22. febrúar 2019, kl. 11:00, þar sem þau verða opnuð og lesin upp.

02. janúar 2019

Breytingar á gjaldskrá 1. janúar 2019

Gjaldskrá Orkubús Vestfjarða vegna dreifingar raforku og fyrir hitaveitu breytist frá og með...

10. desember 2018

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2018

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2018.

11. september 2018

Nýjar hraðhleðslustöðvar Orkubús Vestfjarða

Orkubú Vestfjarða tók nýverið í notkun tvær nýjar hraðhleðslustöðvar (50 kW), annarsvegar...