Sumarstörf í boði 2021

22. febrúar 2021

Flokkstjóri - sumarstarf

Auglýst er eftir flokkstjóra til að hafa umsjón með sumarvinnuflokki sem hefur starfsstöð á Ísafirði. Flokkstjóri þarf að hafa náð 20 ára aldri og geta sýnt fram á reynslu við sambærileg störf. Stundvísi, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar eru skilyrði.

Helstu verkefni sumarvinnuflokks:

  • Garðyrkjustörf
  • Smærri umhirða fasteigna
  • Gróðursetning
  • Sláttur
  • Hirðing opinna svæða
  • Almenn aðstoð við verkefni í veitukerfum
  • Önnur uppáfallandi störf

Vinnutími og launakjör eru samkvæmt samningi milli Orkubú Vestfjarða og FosVest.

Umsóknarfrestur rennur út kl. 12:00 þann 31. mars 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Örn Birgisson, bob@ov.is

Sækja um

Ungt fólk í sumarvinnu

Auglýst er eftir ungu fólki til starfa hjá Orkubúinu í sumar. Umsækjendur þurfa að vera á sautjánda ári eða eldri. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og sýna dugnað. Stundvísi og jákvætt viðhorf til vinnu nauðsynlegt. Bílpróf er kostur.

Vakin er sérstök athygli á því að auglýst er eftir ungu fólki til sumarstarfa í vinnuflokka sem hafa starfsstöðvar á Ísafirði, Patreksfirði og á Hólmavík.

Vinnutími og launakjör eru samkvæmt samningi milli Orkubú Vestfjarða og FosVest.

Umsóknarfrestur rennur út kl 12:00 þann 31. mars 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veita:

  • Ísafjörður og nágrenni: Birgir Örn Birgisson, bob@ov.is
  • Patreksfjörður og nágrenni: Bjarni Thoroddsen, bt@ov.is
  • Hólmavík og nágrenni: Þorsteinn Sigfússon, ths@ov.is

22.02.2021 til31.03.2021

Sækja um

25. febrúar 2021

Gengið verður til samninga um sölu á hlut Orkubúsins í Landsneti

Orkubú Vestfjarða hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um sölu á 5,98% eignarhlut...

11. janúar 2021

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2021

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2021.

04. janúar 2021

Af starfsemi Orkubúsins 2020

Orkubú Vestfjarða sendir Vestfirðingum og öðrum viðskiptavinum hátíðarkveðjur með óskum um farsæld...