Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

13. september 2021

Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og stýrir viðkomandi fjármálasviði fyrirtækisins.

Starfssvið:

 • Umsjón og ábyrgð á daglegri fjármála- og skrifstofustjórn.  
 • Umsjón með gerð og framsetningu fjármálalegra stjórnendaupplýsinga.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
 • Árshlutauppgjör og gerð ársreiknings.
 • Samningagerð.
 • Ábyrgð á gagnaskilum vegna rekstrar.
 • Samskipti við fjármálastofnanir.


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði viðskipta og rekstrar, meistarapróf er æskilegt.
 • Haldgóð reynsla af fjármálastjórn.
 • Reynsla og þekking af gerð árs- og/eða árshlutauppgjöra og reikningshaldi.
 • Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
 • Reynsla af greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
 • Frumkvæði og fagmennska.
 • Góð tölvufærni og kunnátta er skilyrði.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.


Orkubú Vestfjarða ohf. býr að áratuga reynslu við virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi. Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977 og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisins. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi þann 1. janúar 1978. Orkubú Vestfjarða ohf. var stofnað á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi 2001. Frá árinu 2002 hefur Orkubú Vestfjarða ohf. verið að fullu í eigu ríkisins.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 30. september 2021.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi. 

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.

Umsóknareyðublað

25. ágúst 2021

Uppgjör orkureikninga

Nú í september og október verður farið í uppgjör í orkureikningum, en orkureikningar eru unnir...

13. maí 2021

Friðlýsingarskilmálar þjóðgarðs – þörf á upplýstri umræðu

Orkubú Vestfjarða (OV) hefur ritað sveitarfélögum á Vestfjörðum ásamt Vestfjarðastofu, bréf vegna...

30. mars 2021

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2021

Alls bárust 78 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 53 styrkir samtals að fjárhæð kr. 5.000.000.