Algengar spurningar og svör

  • Þú greiðir notkun þess sem tekur við húsnæðinu þar til þú (eða hann) gerir þér grein fyrir að þú ert enn að borga. Það kemur fyrir að fólk taki ekki eftir því í nokkra vikur eða mánuði.

  • Uppgjör verður ekki rétt miðaða við tímasetningu, þar sem álestur af mæli, fyrir heitt vatn og rafmagn, er forsenda uppgjörs.

  • Þú þarft að semja við þann sem tekur við um hvað hver á að borga.

  • Sá sem flytur inn og sá sem flytur út verða að gera upp reikninga sín á milli. Starfsfólk O.V. getur aðstoðað, en það uppgjör verður aldrei alveg rétt.

  • Á reikningum frá okkur kemur fram fyrir hvaða eign verið er að greiða.

  • Starfsfólk O.V. getur með engu móti vitað að nýr greiðandi hafi tekið við fyrr en tilkynning um það hefur átt sér stað.

Almenna reglan er sú að sá notandi sem er skráður fyrir mæli er ábyrgur fyrir að tilkynna notendaskipti. Húseigendur bera ábyrgð á því að réttur aðili sé skráður yfir orkunotkun. Verði húseigandi eða trúnaðarmaður hans þess var að orkukaupendaskipti hafa orðið án þess að þau hafi verið tilkynnt, ber honum að gera viðvart um það. Vanræki húseigandi þessa tilkynningaskyldu sína ber hann ábyrgð á ógreiddum orkureikningum á þeim notkunarstað.

Hér getur þú fyllt út og sent okkur tilkynningu um notendaskipti

Einnig er hægt að láta vita símleiðis í 450 3211 eða með því að koma við hjá okkur á næsta afgreiðslustað. Athugið að ef þú vilt að starfsmaður okkar lesi af mæli/mælum er innheimt álestrargjald. Ef þú lest og skráir álesturinn hér á vefnum er ekki innheimt álestrargjald.

Aðrir aðilar sem gott er að hafa samband við vegna flutnings

Við notendaskipti þarftu að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem er að flytja út og kennitölu þess sem er að flytja inn, þ.e.a.s. kennitölur þeirra sem skráðir voru fyrir mælum og þeirra sem skrá á fyrir mælunum.

Þá þarf að skrá netfang og símanúmer þess sem tekur við mælum til að hægt sé að senda inn tilkynningu um notendaskipti.

Einnig að hafa álestur mæla tiltæka eða óska eftir því að við komum og lesum af mælum gegn gjaldi.

Leigjendur eiga rétt á því að vera skráðir orkunotkun óski þeir eftir því. Ef orkunotkun er hins vegar skráð á leigusala ber hann ábyrgð á greiðslu reikninga vegna orkunotkunar leigjanda. Vakin er athygli á að sá sem skráður er fyrir orkunotkun getur óskað eftir því að lokað verði fyrir afhendingu á orku án þess að um vanskil sé að ræða.