Orkunotkun heimilstækja er mismunandi og er háð afli, sem mælt er í wöttum (W) eða kílówöttum (kW), og notkunartíma sem mældur er í klukkustundum (h). Orkunotkun er því margfeldi afls og tíma og er mæld í kílówattstundum (kWh). Í töflunni hér að neðan, eru sýnd dæmi um nokkur algeng raftæki á heimilum og tilgreint afl þeirra í W og áætluð ársnotkun í kWh. Að sjálfsögðu eru frávik mikil frá þessari töflu hjá einstökum notendum, en taflan gefur þó nokkra mynd af því hvernig raforkunotkunin skiptist.
Gerð |
Afl (W) |
Notkun á viku. |
Árleg notkun (kWh) |
Öll lýsing |
500 |
30 |
780 |
Uppþvottavél |
1750 |
8 |
728 |
Frystikista |
400 |
35 |
728 |
Eldavélarhella |
1500 |
7 |
546 |
Kæliskápur |
300 |
35 |
546 |
Bökunarofn |
1800 |
2 |
187 |
Sjónvarp |
100 |
30 |
156 |
Glópera |
60 |
35 |
109 |
Hraðsuðuketill |
2000 |
1 |
104 |
Kaffivél |
800 |
2 |
83 |
Straujárn |
900 |
1 |
47 |
Brauðrist |
900 |
1 |
47 |
Hárþurrka |
400 |
1 |
21 |
Hrærivél |
400 |
1 |
21 |
Vifta |
40 |
7 |
15 |
Ryksuga |
250 |
1 |
13 |
Myndband |
40 |
5 |
10 |
Lítið útvarp |
5 |
40 |
10 |
Hvað færðu fyrir eina kWh?
Ef taflan um orkunotkun heimilstækja er skoðuð, má sjá að með einni kílówattstund getur þú t.d.
- Hellt upp á 60-70 bolla af kaffi
- Ristað 20-25 brauðsneiðar
- Horft á sjónvarp í 10 klukkustundir
- Notað 40W lampa í 25 klukkustundir
- Ryksugað í 4 klukkustundir
- Hlustað á útvarp í 200 klukkustundir eða 5 vikur (hve mikið myndu rafhlöður kosta?)