Vottanir og staðlar

BSI-Assurance-Mark-ISO-9001-2015-KEYB.pngOrkubú Vestfjarða hefur fengið vottun á starfsemina samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu ISO 9001:2015 frá British Standards Institute, BSI. 

mannvirkjastofnun.pngOrkubú Vestfjarða hefur komið sér upp innra öryggisstjórnunarkerfi sem uppfyllir skilyrði laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Öryggisstjórnunarkerfið er tekið út af faggiltri skoðunarstofu á þriggja ára fresti. Kerfið er vottað af mannvirkjastofnun. Orkubú Vestfjarða var fyrsta rafveitan sem fékk viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi árið 1999. 

ads523ad9aaf20b3.pngOrkubú Vestfjarða hefur staðist úttekt á kerfi fyrir innra eftirlit í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 1061/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum. Orkubú Vestfjarða er veitt heimild frá Neytendastofu til að nota innra eftirlit í stað löggildinga standist fyrirtækið árlega úttekt. Orkubú Vestfjarða var fyrsta dreifiveitan sem var veitt þessi heimild árið 2010.

ads523ad9aaf20b3.pngOrkubú Vestfjarða hefur staðist úttekt á kerfi fyrir innra eftirlit í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 561/2012 um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum. Orkubú Vestfjarða er veitt heimild frá Neytendastofu til að nota innra eftirlit í stað löggildinga standist fyrirtækið árlega úttekt. 

Orkubú Vestfjarða stefnir á vottun á jafnlaunastefnu samkvæmt ÍST 85:2012  í samræmi við lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.