Hvað kostar að fá OV/e1 hleðslulykilinn?
Hleðslulykillinn kostar ekkert. Þú getur sent inn beiðni á ov@ov.is eða sótt hleðslulykilinn í næsta útibúi Orkubúsins.
Hvað kostar að nota e1 appið?
Appið er gjaldfrjálst.
Hvernig nota ég e1 appið til að hlaða?
- Þú skráir þig inn í appið.
- Skráðu nafn, netfang og greiðslukort inn í appið.
- Þú tengir bílinn við hleðslustöðina og opnar með appinu annað hvort með QR kóða tengis eða velur stöðina í appkortinu og smellir á "hefa hleðslu"
- Þú fylgist með hleðslunni í appinu.
- Þú stöðvar hleðslu með appinu eða með því að aftengja bílinn.
Hvernig skrái ég hleðslulykil í appið?
Til að nota OV/e1 lykil sem greiðsluleið þá þarf að skrá lykilinn inn í appið, þú velur hamborgarann efst í vinstra horninu, velur RFID lyklar og fylgir leiðbeiningum. Einnig er hægt að hafa samband við Orkubú Vestfjarða og við aðstoðum þig við að tengja lykilinn.
Hvað kostar að hlaða rafbíl?
| Hraðhleðsla 150kW (DC) |
Hraðhleðsla 50kW (DC) |
Hleðsla (AC) |
| 60 kr./kWh |
45 kr./kWh |
30 kr./kWh |
Get ég tekið frá hleðslustöð?
Nei, það er ekki hægt eins og er.
Geta fyrirtæki fengið fleiri hleðslulykla?
Já, fyrirtæki geta verið í reikningsviðskiptum og hægt að gefa út hleðslulykla á bíla fyrirtækisins.