Spurt og svarað um hleðslustöðvar Orkubús Vestfjarða

Hvað kostar að fá Ísorku hleðslulykilinn?

Ísorku hleðslulykillinn kostar ekkert. Þú færð lykilinn sendan þegar þú hefur skráð þig sem meðlim hjá Ísorku. Til að nota hleðslulykilinn eru 5.000 kr. skuldfærðar af kortinu í formi inneignar. Þegar inneignin fer undir 1.000 kr. eru 4.000 kr. skuldfærðar. Inneign fyrnist aldrei.

Hvað kostar að nota Ísorku smáforritið?

Smáforritið er gjaldfrjálst.

Hvernig nota ég Ísorku smáforritið til að hlaða ef ég er meðlimur?

 1. Þú skráir þig inn í smáforritið.
 2. Þú tengir bílinn við hleðslustöðina og opnar með smáforritinu.
 3. Þú fylgist með hleðslunni í smáforritinu.
 4. Þú stöðvar hleðslu með smáforritinu.
 5. Þú aftengir bílinn.

Hvernig get ég notað smáforritið til að greiða með greiðslukorti ef ég er ekki meðlimur?

 1. Opnar appið
 2. Velur hleðslustöð
 3. Velur tengilinn
 4. Fylgir leiðbeiningum á skjá til að hlaða
 5. Velur að staðgreiða
 6. Staðfestir verð
 7. Slærð inn kortaupplýsingar
 8. Stöð opnast

Hvernig get ég greitt með greiðslukorti í gegnum vafra:

 1. Ferð inn á www.isorka.is/pay
 2. Slærð inn númer tengils
 3. Staðfestir verð
 4. Slærð inn kortaupplýsingar
 5. Stöð opnast

Fæ ég kvittun þegar ég hleð?

Þú færð ekki kvittun þegar þú hleður en á Mínum síðum hjá Ísorku getur þú séð yfirlit og prentað út eftir þörfum.

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Hraðhleðsla (DC) Hleðsla (AC)
18 kr./mín 1,5 kr./mín
og 20 kr./kWh og 20 kr./kWh

Hvernig fæ ég afrit af reikningum?

Á Mínum síðum hjá Ísorku getur þú séð yfirlit og prentað út eftir þörfum.

Get ég tekið frá hleðslustöð?

Nei, það er ekki hægt eins og er en gæti orðið mögulegt síðar.

Geta fyrirtæki fengið fleiri hleðslulykla?

Já, fyrirtæki geta verið í reikningsviðskiptum og hægt að gefa út hleðslulykla á bíla fyrirtækisins.

Myndband frá Ísorku