Aðalfundur

02. maí 2008

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn í húsakynnum fyrirtækisins að Stakkanesi 1, Ísafirði 2. maí 2008.

Árið 2007 var frekar gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri þriðja árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins hefur aldrei verið meiri á einu ári og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins  Þó verður ekki hjá því komist að geta tíðra bilana á flutningskerfi Landsnets, sem ollu raforkunotendum á veitusvæði Orkubúsins fjölmörgum truflunum. Landsnet vinnur nú að endurbótum á flutningskerfi sínu í samstarfi við Orkubúið.Samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri, sem nam rúmum 45 Mkr., en þegar tekið er tillit til tekjuskatts er bókfærður hagnaður rúmar 37 Mkr..  Afskriftir námu alls 201 Mkr.. Eignir fyrirtækisins í árslok 2006 voru alls 4.955 Mkr. og heildarskuldir 545 Mkr.. Eigið fé nam því alls 4.409 Mkr. sem er um 89% af heildafjármagni.

Í árslok 2007 voru liðin 30 ár frá því að Orkubú Vestfjarða tók til starfa. 
Markmiðin með stofnun Orkubús Vestfjarða voru þríþætt, í fyrsta lagi að stórauka framboð innlendrar orku á Vestfjörðum, í öðru lagi að lækka orkuverð á veitusvæðinu og síðast en ekki síst að flytja forræðið í þessum mikilvæga málaflokki heim í fjórðunginn ásamt þeim störfum sem honum tengdust. 
Þegar litið til baka verður ekki annað séð en vel hafi tekist að uppfylla þessi markmið. 
Á fyrsta starfsári sínu seldi Orkubú Vestfjarða orku sem nam um 55 GWh en á s.l. ári varð heildarorkusalan um 219 GWh, sem jafngildir 300% aukningu. 
Á starfstíma Orkubúsins hefur orkuverð á Vestfjörðum lækkað að raunvirði og er nú svo komið að verð samkvæmt almennum taxta er rúm 40% af því sem það var þegar Orkubúið hóf starfsemi sína. Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur frá upphafi haft það að stefnumiði að halda orkuverði á Vestfjörðum eins lágu og nokkur kostur er. Þessi stefna hefur leitt til þess að gjaldskrár Orkubús Vestfjarða hafa verið með þeim lægstu í landinu.

Í stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. voru kjörin:

Guðmundur Jóhannsson, Reykjavík  
Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði 
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði 
Kolbrún Sverrisdóttir, Ísafirði og 
Grímur Atlason, Bolungarvík.


Nýkjörin stjórn kom síðan saman til fundar og skipti með sér verkum. 
Guðmundur Jóhannsson var kjörinn formaður stjórnar, Þorsteinn Jóhannesson var kjörinn varaformaður stjórnar og Grímur Atlason var kjörinn ritari stjórnar.

Ísafirði 2. maí 2008

Kristján Haraldsson 
orkubússtjóri

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.