Um er að ræða tvö verkefni, annars vegar byggingu steyptrar viðbyggingar við spennarými núverandi tengivirkis á lóðinni Skeiði 7, Ísafirði og hins vegar byggingu spennistöðvar úr stálgrind á steyptum grunni á Langeyri í Álftafirði.
ATH Ekki er hægt að hefja vinnu við jarðvinnu og sökkla fyrir spennistöðina á Langeyri fyrr en 1. október 2025.
Verkið felur í sér mælingar á verkstað, jarðvinnu, mótauppslátt, uppsteypu sökkul undirstaðna, gólfplötu og útveggja, uppsetningu stálgrindar og timburbita, frágang utanhúss og frágang lóðar. Listinn er ekki tæmandi
Bjóðendum er bent á að kynna sér aðstæður á staðnum, verklýsingar og teikningar.
Útboðsgögn og allar nánari upplýsingar má finna á útboðsvef Orkubús Vestfjarða: https://in-tendhost.co.uk/orkubu/
Með því að skrá fyrirtæki á vefinn getið þið nálgast útboðsgögnin án endurgjalds.
Öllum fyrirspurnum vegna þessa útboðs verður svarað í gegnum útboðsvefinn.