Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

12. desember 2008

Nokkuð var um rafmagnstruflanir á vestfjörðum í gærkvöldi og í nótt.  
Kl. 20:21 leysti út háspennulína Landsnets í Glerárskógum með þeim afleiðingum að rafmagn fór af öllum vestfjörðum.  Af ókunnum orsökum varð of lág spenna á kerfinu í um 50 sekúndur fyrir endanlega útleysingu.  Þetta er óeðlilegt og er til skoðunar.  Línur voru spennusettar aftur og var þessi truflun yfirstaðin kl. 20:32. 
Kl. 23:32 leysti út Mjólkárlína 1 með þeim afleiðingum að aftur fór allt rafmagn af vestfjörðum.  Reynt var að spennusetja línuna aftur en hún leysti jafn harðan út.  Ræst var allt tiltækt varaafl, en nokkuð erfiðlega gekk að koma inn varafli á Ísafirði vegna bilanna.  Vestfirðir voru tengdir aftur við landskerfið kl 01:00 og drepið á varaaflsvélum. 
Bilun kom fram í Súðavík sem varð til þess að í einhvern tíma varð nokkurt spennufall á hluta byggðarinnar.  Gert var við þessa bilun í nótt.  
Kl. 01:13 Sló út Borðeyrarlína í Hrútatungu og kom ekki inn við innsetningu.  Tekin var út Strandalína og Borðeyralína sett inn kl. 01:44.  Strandalína var svo sett inn strax á eftir, kl.01:46. 
Ekki er vitað um aðra útslætti á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í nótt, enda tók veður að lægja upp úr miðnætti.Halldór V Magnússon,  
Framkvæmdastjóri  rafveitusviðs

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...