9. Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf.

10. maí 2010

Fréttatilkynning.

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 7. maí 2010.

Árið 2009 var hagstætt fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fimmta árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var í meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins. 

Á árinu 2009 varð afkoma Orkubús Vestfjarða mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 66,3 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 247,5 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 234,4 Mkr..  Afskriftir námu alls 210,5 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2009 voru alls 5.343 Mkr. og heildarskuldir alls 656 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.687 Mkr. sem er um 87,7 % af heildarfjármagni. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. hafa ekki verið endurmetnar.

Á árinu 2009 var 350,5 Mkr. varið til fjárfestinga. Orkubú Vestfjarða hefur um langt skeið fjármagnað allar framkvæmdir sínar með fé frá rekstri og er fyrirtækið því skuldlaust ef frá eru taldar eldri lífeyrisskuldbindingar. Þessi stefna hefur leitt til þess að fjármagnskostnaður, sem nú er að sliga flest orkufyrirtæki landsins, er lítill sem enginn og unnt hefur verið að reka fyrirtækið með hagnaði á undanförnum árum.

Á árinu 2009 voru teknar ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir og endurnýjun í Mjólkárvirkjun á árunum 2010 og 2011. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 1.000 Mkr. og stefnir Orkubúið að því að fjármagna þær  með fé frá rekstri, á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna.

Mesti auður hvers fyrirtækis er fólginn í starfsmönnum þess. Á undanförnum árum hefur verið mikil festa í starfsmannahaldi Orkubús Vestfjarða og lítið um mannabreytingar. Óhætt er að fullyrða að fyrirtækið hefur yfir vel hæfu starfsfólki að ráða. Góð afkoma og styrkur Orkubús Vestfjarða byggja að stærstum hluta á öllu því góða starfsfólki fyrirtækisins sem sinnir starfi sínu af metnaði alúð og trúmennsku.

Í stjórn voru kjörin:

Guðmundur Jóhannsson, Reykjavík

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði

Kolbrún Sverrisdóttir, Ísafirði

Viktoría Rán Ólafsdóttir, Hólmavík og

Árni Brynjólfsson, Önundarfirði.

.

Nýkjörin stjórn kom síðan saman til fundar og skipti með sér verkum.

Guðmundur Jóhannsson var kjörinn formaður stjórnar, Kolbrún Sverrisdóttir var kjörin varaformaður stjórnar og Viktoría Rán Ólafsdóttir var kjörin ritari stjórnar.

Ísafirði 10. maí 2010

 

Kristján Haraldsson

Orkubússtjóri

 


 

 

Skýrsla Orkubússtjóra

Kristjáns Haraldssonar

Fundarstjóri, fulltrúar hluthafa og aðrir fundarmenn, verið öll velkomin til 9. aðalfundar Orkubús Vestfjarða ohf.

Orkubú Vestfjarða hefur um langt skeið fjármagnað allar framkvæmdir sínar með fé frá rekstri og er fyrirtækið því skuldlaust ef frá eru taldar eldri lífeyrisskuldbindingar. Þessi stefna hefur leitt til þess að fjármagnskostnaður, sem nú er að sliga flest orkufyrirtæki landsins, er lítill sem enginn og unnt hefur verið að reka fyrirtækið með hagnaði á undanförnum árum.

Á árinu 2009 voru teknar ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir og endurnýjun í Mjólkárvirkjun á árunum 2010 og 2011. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 1.000 Mkr. og stefnir Orkubúið að því að fjármagna þær á með fé frá rekstri, á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna.

Orkubú Vestfjarða var með lægsta auglýsta raforkuverð á samkeppnismarkaði á síðasta ári og aðrar verðskrár eru lægri en sambærilegar verðskrár RARIK. Á starfstíma Orkubúsins hefur orkuverð á Vestfjörðum lækkað að raunvirði og er nú svo komið að verð samkvæmt almennum taxta er rúm 40% af því sem það var þegar Orkubúið hóf starfsemi sína. Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur frá upphafi haft það að stefnumiði að halda orkuverði á Vestfjörðum eins lágu og nokkur kostur er og ekki gert kröfu um að fyrirtækið skilaði hagnaði og arði til hluthafa.

Árið 2009 var gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fimmta árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var í meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins. 

Á árinu 2009 var 350,5 Mkr. varið til fjárfestinga, þar af voru  tengigjöld og vinna greidd af öðrum 30,5 Mkr.. Þingeyrarlína, aðveitustöð Skeiði að Þingeyri, var endurnýjuð með lagningu jarðstrengja.  Unnið var að öðrum áfanga spennuhækkunar á Bíldudalslínu.  Sæstrengur var lagður yfir Steingrímsfjörð.  Lokið var við strenglagningu í Mjóafirði. Unnið var að frágangi vegna Djúptengingar og jarðstrengur tekinn í notkun frá Nauteyri að Langadal. 

Rafskautsketill í kyndistöðinni á Flateyri var endurnýjaður með nýjum 1,2 MW túpukatli og unnið var að endurnýjun á fjargæslubúnaði fyrirtækisins. Þá var neðri hæð í skrifstofuhúsi Orkubúsins að Stakkanesi 1 á Ísafirði endurnýjuð. Af öðrum framkvæmdum má nefna endurbætur á dreifikerfi raforku í þéttbýli og dreifbýli, stækkun dreifikerfis hitaveitu og endurbyggingu ýmissa aðveitulína.

Samið var um kaup á 1,2 MW vélasamstæðu fyrir nýja virkjun, Mjólká III, jafnframt því sem unnið var að hönnun virkjunarinnar.

Allar fjárfestingar voru kostaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu.

Á árinu 2008 réðst fyrirtækið í áhættuverkefni sem var borun jarðhitaholu í Tungudal við Skutulsfjörð. Árangur af boruninni varð enginn. Borverkið kostaði um 180 Mkr. og veitti Orkusjóður lán til verksins að upphæð 102 Mkr. Í ársreikningi ársins 2008 var gert ráð fyrir niðurfellingu þessa láns. Einungis 90 Mkr. af láninu fengust felldar niður og eru því eftirstöðvarnar 12 Mkr. færðar til gjalda í þessum ársreikningi.

Á árinu 2009 voru teknar ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir og endurnýjun í Mjólkárvirkjun á árunum 2010 og 2011. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 1.000 Mkr. og að ekki þurfi að taka lán til lengri tíma vegna þessara framkvæmda.

Á þessu ári er gert ráð fyrir að fjárfestingar vegna Mjólkárverkefnis verði um 470 Mkr. og aðrar fjárfestingar kostaðar af Orkubúinu eru áætlaðar kosta 166 Mkr.

Á árinu 2009 voru skráðar rekstrartruflanir í raforkukerfinu alls 190, en voru 205 á árinu 2008. Þar af voru 96 vegna fyrirvaralausra truflana og 94 vegna skipulagðs viðhalds og breytinga. Fyrirvaralausar truflanir á 132kV og 66kV kerfi Landsnets á Vestfjörðum urðu 17 þar af 8 á Vesturlínu. Bilanir á Vesturlínu hafa langvíðtækust áhrif því það veldur rafmagnsleysi á nær öllum Vestfjörðum.

Orkubúið mælir gæði raforku samkvæmt staðli ÍST EN 50160 og voru allar mælingar viðunandi. Niðurstöðum þessara mælinga er skilað til Orkustofnunar árlega.

Í hitaveitukerfinu voru skráðar  bilanir 20 á árinu 2009 en voru 15 árið áður. Allar bilanir voru vegna tæringar í stálrörum. Svo sem fyrr má í flestum tilvikum rekja ástæður bilana í hitaveitukerfum til óvandaðra vinnubragða verktaka við lagningu kerfanna.

Heildarorkuöflun  Orkubús Vestfjarða á árinu 2009 varð alls  249,2 GWh, jókst um 0,8% frá fyrra ári og skiptist þannig:

Raforkuvinnsla vatnsaflsvirkjana Orkubús Vestfjarða var 81 GWh, eða 32,5% orkuöflunarinnar og minnkaði um 3% frá fyrra ári. Framleiðsla vatnsaflsvélanna var í góðu meðallagi 2009.

Orkuvinnsla díselstöðva var 1,1 GWh, eða 0,4% orkuöflunarinnar og var 92% meiri en á s.l. ári.

Orkuvinnsla í olíukötlum vegna hitaveitna var 2,1 GWh, eða 0,8 % orkuöflunarinnar og var 16% minni en á s.l. ári.

Orkuvinnsla úr borholum á Laugum í Súgandafirði og á Reykhólum er metin 14,2 GWh, sem er 5,7% orkuöflunarinnar og jókst um 4,4% frá fyrra ári.  

Heildarorkuvinnsla fyrirtækisins var því 98,4 GWh, eða 39,5% af heildarorkuöfluninni og minnkaði um 1,8% frá fyrra ári.

Orkukaup af Landsvirkjun, Dalsorku, Tunguvirkjun, Sængurfossvirkjun, Hvestuveitu og Funa ásamt kaupum á jöfnunarorku frá Landsneti voru 150,8 GWh á síðasta ári, eða 60,5% orkuöflunarinnar og voru orkukaupin  2,6% meiri en árið áður. 

Af Dalsorku, Tunguvirkjun, Sængurfossvirkjun og Hvestuveitu voru keyptar 12,3 GWh af raforku og voru kaupin 13,7% minni en árið áður.

Af Landsvirkjun voru keyptar 46 GWh af forgangsorku og jukust kaupin milli ára um 12,1%. Ennfremur voru keyptar 86,8 GWh af ótryggðri orku og  voru kaupin um 1,8% meiri en á fyrra ári fyrra ári.

Ótryggða orkan er notuð í rafskautskötlum Orkubúsins á Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Flateyri og Suðureyri og hjá nokkrum viðskiptavinum sem hafa gert samning um kaup á ótryggðri orku.

Af sorpbrennslustöðinni Funa voru keyptar 3,1 GWh á s.l. ári sem er 22,8% minnkun frá fyrra ári. Ítrekaðar rekstrarstöðvanir í Funa skýra minni kaup.

Kaup á jöfnunarorku voru 2,6 GWh og voru orkukaupin  7,8% meiri en árið áður. 

Á s.l. ári hélt Orkubú Vestfjarða áfram athugunum á ýmsum möguleikum til frekari orkuöflunar á Vestfjörðum.

Orkubú Vestfjarða gerði samning um kaup á vél- og rafbúnaði fyrir nýja 1,15 MW virkjun sem staðsett verður við Borgarhvilftarvatn fyrir ofan Mjólkárvirkjun og verður þessi nýja virkjun hluti af Mjólkárvirkjun. Framkvæmdir voru boðnar út í vetur og gengið hefur verið til samninga við lægstbjóðanda. Reiknað með að hún komist í rekstur undir lok þessa árs.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun 5,4 MW vélar í Mjólkárvirkjun með nýrri 7 MW vél og eru þær framkvæmdir fyrirhugaðar á árinu 2011 og er reiknað með gangsetningu nýju vélarinnar í vetrarbyrjun 2011.

Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 1.000 milljónir króna.

Orkubú Vestfjarða stefnir að því að fjármagna þær á með fé frá rekstri, á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna.

Þá kynnti Orkubúið Glámuvirkjun fyrir nefnd um Rammaáætlun og sendi upplýsingar um virkjunina til nefndarinnar. Nefnd um Rammaáætlun kynnti fyrirhugaðar niðurstöður sínar nú í apríl og kom þá í ljós að hún hafði ekki treyst sér að taka Glámuvirkjun til mats í öllum flokkum. Þessi niðurstaða veldur okkur miklum vonbrigðum því við höfðum vonast eftir vísbendingu um hvort rétt væri að eyða meiru fé í athuganir á Glámuvirkjun.

 

  

Eftir umfjöllun um orkuöflunina mun nú gerð grein fyrir orkusölunni 2009.

Af raforku voru seldar 138,9 GWh og jókst salan um 3% frá fyrra ári.

Frá hitaveitum voru seldar 86,7 GWh á síðastliðnu ári og jókst salan um 2% miðað við fyrra ár.

Heildarsala fyrirtækisins varð því 225,6 GWh og jókst um 2,6% milli ára.

 

Greiðsla ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis var 197,7 Mkr. og Orkubúsins 11,8 Mkr.. Samtals var upphitunarkostnaður íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum því greiddur niður um 209,5 Mkr. og hækkaði niðurgreiðsluupphæðin um 2,6% milli ára.

Til hitunar voru seldar 147,9 GWh sem eru um 65,6% af heildarorkusölu fyrirtækisins. Á alla orkusölu, nema húshitun, var lagður 24,5% virðisaukaskattur. Á húshitun var lagður 7% virðisaukaskattur. Af virðisaukaskatti á húshitun eru 63 endurgreidd á veitusvæði Orkubúsins. Álagður skattur á húshitun er því 2,59% nettó.

Það var ætlun stjórnvalda að greiða raforkudreifingu í dreifbýli niður að því marki að hún yrði jafndýr og raforkudreifing í þéttbýli þar sem hún er dýrust. Ekki er ráðstafað nægu fé til verkefnisins þannig að þessu markmiði stjórnvalda hefur aldrei verið náð. Framlög til þessa verkefnis hafa ekki heldur fylgt verðlagsþróun þanni að munurinn á milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur aukist með árunum. Til þessa verkefnis var á s.l. ári ráðstafað 245 Mkr. og til Vestfjarða runnu 30,4 Mkr. af því fé.

Orkuverð frá Orkubúi Vestfjarða er í lægri kantinum og ekki er mikið um að viðskiptavinir Orkubúsins yfirgefi fyrirtækið vegna hagstæðari kjara hjá öðrum fyrirtækjum.

Til samanburðar er hér greint frá auglýstu raforkuverði í smásölu hjá öllum raforkusölum landsins. Þessi verð eru án VSK.

Orkubú Vestfjarða ....................................             4,01   kr/kwh

Orkuveita Reykjavíkur..............................              3,94   "   "

Fallorka ....................................................               4,17   "   "

Orkusalan .................................................              4,11   "   "

Hitaveita Suðurnesja.................................            4,17   "   "

Rafveita Reyðarfjarðar..............................             4,10   "   "

Þess má jafnframt geta að flestir raforkusalanna innheimta seðilgjöld en það gerir OV ekki.

 

Dreifing raforku á Vestfjörðum verður ávallt dýrari en á öðrum svæðum landsins og nægir í því sambandi að horfa til staðhátta og landslags.

Til samanburðar á kostnaði við raforkudreifingu ætla ég að greina frá verði í þremur notkunarflokkum hjá nokkrum orkuveitum eins og hann er nú.  Öll verð eru með VSK. Virðisaukaskattur af hitun er 7%.

Almennur taxti: (miðað við 40.000 kWh á ári)
 
 
 
Miðað er við að 85% notkunar sé vegna hitunar
 
 
 
 
Fullt verð
Niðurgreiðslur
Eftir
 
24,5% VSK
vegna hitunar
Niðurgreiðslur
 
kr/ári
kr/ári
kr/ári
 
 
 
 
Orkubú Vestfjarða þéttbýli.......................
220.440
85.340
101.577
Rafmagnsveitur ríkisins þéttbýli................
236.726
92.480
108.201
Orkuveita Reykjavíkur...............................
199.232
114.580
52.163
Norðurorka...............................................
220.810
105.740
80.006
Hitaveita Suðurnesja................................. 
229.361
106.420
86.534
Rafveita Reyðarfjarðar..............................
203.801
87.380
85.180
Orkubú Vestfjarða dreifbýli.....................
323.978
116.280
158.807
Rafmagnsveitur ríkisins dreifbýli...............   
319.588
108.800
162.090
Verðskrár Orkubús Vestfjarða voru hækkaðar á s.l. ári, þann 1. mars var verðskrá fyrir flutning og dreifingu raforku hækkuð um 13% og verðskrá fyrir hitaveitur hækkaði um 7% frá sama tíma. Þann 1. júlí hækkaði verðskrá raforkusölu um 7,5%.

Í upphafi þessa árs hækkaði verðskrá fyrir flutning og dreifingu raforku um 10%, verðskrá raforkusölu um 7,5% og verðskrá fyrir hitaveitur hækkaði um 8%.

Þrátt fyrir hækkun á verðskrá raforkudreifingar verða tekjur OV undir þeim tekjumörkum(Tekjuramma) sem eftirlitsaðilinn Orkustofnun telur að sé nauðsynleg til að standa undir rekstri rafdreifikerfis Orkubúsins.

Orkubú Vestfjarða hefur ávallt haft að leiðarljósi að halda orkuverði í lágmarki á veitusvæði sínu og má sjá af samanburðinum hér að framan að verðskrár Orkubúsins eru fyllilega sambærilegar við verðskrár annarra orkuveitna

Þessar hækkanir á gjaldskrám eru nauðsynlegar til þess að mæta hækkun á orkuverði frá Landsvirkjun, hækkunum á flutningsgjaldskrá Landsnets sem og hækkun annarra kostnaðarliða í rekstri fyrirtækisins. Ennfremur eru þessar hækkanir forsenda þess að hægt sé að standa við framkvæmdaáform Orkubúsins án þess að taka langtímalán fyri framkvæmdakostnaðinum.

Á árinu 2009 varð afkoma Orkubús Vestfjarða mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 66,3 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 247,5 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 234,4 Mkr..  Afskriftir námu alls 210,5 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2009 voru alls 5.343 Mkr. og heildarskuldir alls 656 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.687 Mkr. sem er um 87,7 % af heildarfjármagni. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. hafa ekki verið endurmetnar.

Heildarlaunagreiðslur ársins 2009 voru 361,1 Mkr. sem er 5,4% hækkun frá árinu  á undan. Unnin ársverk voru 58 og og fækkaði um 2 frá fyrra ári.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sigurjón K. Sigurjónsson mun hér á eftir leggja fram og skýra ársreikning fyrirtækisins og fjármálastöðu þess og hef ég því ekki fleiri orð um fjármálin og niðurstöðu reikninga.

Mesti auður hvers fyrirtækis er fólginn í starfsmönnum þess. Á undanförnum árum hefur verið mikil festa í starfsmannahaldi Orkubús Vestfjarða og lítið um mannabreytingar. Óhætt er að fullyrða að fyrirtækið hefur yfir vel hæfu starfsfólki að ráða. Góð afkoma og styrkur Orkubús Vestfjarða byggja að stærstum hluta á öllu því góða starfsfólki fyrirtækisins sem sinnir starfi sínu af metnaði alúð og trúmennsku.

Ég flyt samstarfsfólki mínu hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. bestu þakkir fyrir góð störf og góðan samstarfsvilja. Ennfremur þakka ég stjórn fyrirtækisins og stjórnarformanni farsælt og ánægjulegt samstarf.

                                                                                

Hafið þökk fyrir áheyrnina.

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.