Ný vél afhent í Mjólká

01. október 2011

 Í dag 1.október er búið að ljúka öllum nauðsynlegum prófunum og uppsetningu á skjákerfi  nýju vélarinnar í Mjólká.  Starfsmaður Andritz,  sem er seljandi vélarinnar, afhenti Orkubúinu vélina formlega til rekstrar í gær 30. September.   Á m.f. mynd tekur Sölvi R Sólbergsson við lyklunum af stýrikerfinu frá Christoph Depprich, sem ekki einungis hefur unnið að gangsetningunni, heldur er einnig er hönnuður að ýmsu er tengist stýringum og skjákerfi.

Þótt hann haldi heim á leið í dag, þá mun hann þjónusta okkur áfram með hugsanlegar breytingar og lagfæringar á hugbúnaði eða betrum bætum á  skjámyndum.  Slík vinna er möguleg  erlendis frá gegnum  netsamband.  Engar óvæntar uppákomur komu upp við gangsetninguna og skilaði vélin öllu eins og samningar hljóða uppá.  Bæði afl og svörunartíma við ýmsum álagsbreytingum.  Gæðin allmennt séð eru því mun meiri en gamla vélin gat framkvæmt og það ætti að gagnast okkur þegar eitthvað bjátar á í flutningskerfinu, eins og  þegar virkjunin er í samkeyrslu með díselvélum. 

Til fróðleiks má nefna að gamla vélin sem var 5,7 MW notaði 1,7 m3/s af vatni við það álag og nýja vélin var stillt til gamans á sama afl.  Þá var rennslið 14% minna eða 1,46 m3/s sem sýnir vel hvað nýtin er betri.  Raunafl nýju vélarinnar er takmarkað við ákveðið gildi og leyfir ekki hærri afl en 6,990 MW og er vatnsnotkunin þá 1,82 m3/s.   Ef framleiðandinn leifði, þá væri hægt að pota raunaflinu vel yfir 7 MW, því rafalinn er  með góðri yfirstærð og er 8.455 kVA. 

Gallinn við það er að þá minnkar getan til launaflframleiðslu og þá er ekki átt við í hefðbundinni framleiðslu  í samkeyrslu með landskerfinu, heldur í því augnabliki sem aðalflutningslína til Vestfjarða slær út.  Þá skiptir máli rýmdin í rafalanum til að skipta yfir í undirsegulmögnun sem er nauðsynlegt rétt á meðan jafnvægi er að nást eftir útslátt.  Þá er reynt að halda eins mörgum notendum með rafmagn  og kostur er.  Við fullt álag, þá getur vélin undirsegulmagnað 2,5 MVAr  sem  full þörf er á í útslætti á línunni.  

Nú á eftir að koma í ljós hversu vel þessi nýja vél stendur sig í truflunum á raforkukerfinu.  Allavega var það ekki síður markmið Orkubúsins að með endurnýjun á þessari vél  að betri árangur næðist en áður í stjórnun á þessu einangraða kerfi sem eftir er við útslátt og virkjuninni ætlað að halda uppi.  Vonandi nýtist þessi aukakostnaður á betri búnaði sem Orkubúið ákvað að fjárfesta í, umfram kröfur Landsnets, notendum í bættu afhendingaröryggi. 

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.