Bilanir á sunnanverðum Vestfjörðum

31. desember 2012

Í rokinu slitnaði einn fasi í Barðastrandalínu utanvið  Hvalsker. Gert var við það til bráðabyrgða og haldið inn á Barðaströnd til athuganna, uppúr hádegi í gær var komið rafmagn inn á Krossholt.

Hjá Brjánslæk hafði binding á staur losnað og línan lá þar í jörð. Sett var viðgerðarvefja á vírskemmdina og vírinn bundinn á staurinn. Barðastrandalínan frá Krossholtum að Auðshaug var sett inn kl 17:19. Kl 17:57 var sett inn varhalda við Arnórstaði. Og seinast var fjarskiptahúsið á Kleifaheiði sett inn kl 18:57. Þar var mikill neistagangur á eldingavaranum vegna seltu.

Ekki er annað vitað en allir hér á svæðinu séu með rafmagn.

Það eru keyrðar Dieselvélar á Patreksfirði og Bíldudal svo framleiðir Hvestuvirkjun drjúgt inn á kerfið.

Liðsmenn björgunarsveitarinnar Blakks fundu slit á Tálknafjarðarlínu í gærdag. Í Gærkvöldi var línan jarðbundinn í báða enda.

Í dag er verið að freista þess að komast á staðinn til viðgerðar, takist að gera við og séu ekki fleiri bilanir ætti að vera hægt að stoppa varaflsröðvarnar. 

15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...