Breytingar á verðskrám OV um áramót 2012/2013

08. janúar 2013

Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 4% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 4%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2012.

 Þá var verðskrá OV fyrir hitaveitur og tengigjöld hitaveitu einnig hækkuð um 4% nú um áramótin af sömu orsökum.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur. Árið 2011 var verðskrá OV fyrir dreifing raforku í þéttbýli um 4% undir settum tekjumörkum (þ.e. mátti vera 4% hærri til tekjumörkum væri náð) og um 9% undir settum tekjumörkum í dreifbýli.

Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.

Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst niðurgreiðslur á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis sem taka gildi nú um áramótin. Niðurgreiðslur til rafhitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka úr 4,32 kr/kWst í 4,99 kr/kWst í dreifbýli og úr 2,87 kr/kWst í 3,30 kr/kWst í þéttbýli. Niðurgreiðslur vegna kynntra hitaveitna hækka um úr 2,39 kr/kWst í 2,67 kr/kWst.

 

Nú um áramót hækkar sérstakur skattur af seldri raforku úr 0,12 kr/ kWst í 0,126 kr/ kWst.

 

Verðskrá fyrir raforkusölu er óbreytt.

 

Nýjar verðskrár má finna á ov.is.

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...