Aflétting hættustigs almannavarna

03. janúar 2013

Í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna á Vestfjörðum.  Hættustiginu var lýst yfir á stórum hluta landsins þann 29.12.2012 vegna óveðurs sem þá gekk yfir.

Áður var búið að aflétta hættustiginu í umdæmum lögreglustjóranna á Selfossi, Suðurnesjum, Höfðuborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarfirði og Dölum, Snæfellsnesi, Blönduósi, Skagafirði, Akureyri og Húsavík.

Óveðrið hafði mikil áhrif víða um land með ófærð, víðtæku rafmangsleysi og truflunum á fjarskiptum og ekki að efa að margir hafa haldið áramótin með öðrum hætti en til stóð. 

Gríðarlegt álag var á mörgum meðan þetta verður gekk yfir og er óhætt að segja að mikið hafi reynt á viðbragðsaðila og starfsmenn raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og Vegagerðarinnar sem hafi unnið þrekvirki við að koma þessum mikilvægu innviðum aftur í samt lag.

Ljóst er að þau keðjuverkandi áhrif sem rafmangsleysið hafði eru umhugsunarverð og kalla á nánari hættumat á mikilvægum innviðum samfélagsins.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.