Aflétting hættustigs almannavarna

03. janúar 2013

Í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna á Vestfjörðum.  Hættustiginu var lýst yfir á stórum hluta landsins þann 29.12.2012 vegna óveðurs sem þá gekk yfir.

Áður var búið að aflétta hættustiginu í umdæmum lögreglustjóranna á Selfossi, Suðurnesjum, Höfðuborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarfirði og Dölum, Snæfellsnesi, Blönduósi, Skagafirði, Akureyri og Húsavík.

Óveðrið hafði mikil áhrif víða um land með ófærð, víðtæku rafmangsleysi og truflunum á fjarskiptum og ekki að efa að margir hafa haldið áramótin með öðrum hætti en til stóð. 

Gríðarlegt álag var á mörgum meðan þetta verður gekk yfir og er óhætt að segja að mikið hafi reynt á viðbragðsaðila og starfsmenn raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og Vegagerðarinnar sem hafi unnið þrekvirki við að koma þessum mikilvægu innviðum aftur í samt lag.

Ljóst er að þau keðjuverkandi áhrif sem rafmangsleysið hafði eru umhugsunarverð og kalla á nánari hættumat á mikilvægum innviðum samfélagsins.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...