Mínar síður

28. maí 2013

Orkubúið hefur opnað nýjan vef fyrir orkunotendur svokallaðar mínar síður.

Notendur geta annað hvort farið inn á http://minarsidur.ov.is eða inn á www.ov.is og smellt þar á Mínar síður neðarlega vinstra megin á síðunni.

Notendanafn er kennitala notanda.

Í fyrsta skipti er smellt á „Fá sent gleymt lykilorð“ og velja senda í heimabanka.

Lykilorð mun þá birtast í heimabanka viðkomandi undir rafræn skjöl.

Ekki er hægt að velja „Senda í tölvupósti“ fyrr en notandi hefur farið inn í fyrsta sinn og skráð netfang sem við hvetjum alla til að gera.

Á síðunni geta notendur skoðað reikninga pantað yfirlit og fengið sent í tölvupósti.

Hægt er að skoða álestra aftur í tímann.

Það er von Orkubúsins að orkunotendur taki þessu vel og nýti vefinn til að skoða orkunotkun sína.

Einnig er hvatt til þess að notendur færi sig yfir í beingreiðslur eða pappírslaus viðskipti því nú verður hægt að skoða alla reikninga þegar þörf er á vefnum.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...