Vindmyllugarður á eyjunni Hitra í Noregi

31. mars 2014

Nýlega heimsótti Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri Orkusviðs Orkubús Vestfjarða, vindmyllugarð á eyjunni Hitra, sem er vestan við Þrándheim í Noregi.

Garðurinn er í eigu Statkraft og samanstendur af 24 myllum, samtals 55 MW.  Hver mylla er því 2,3 MW og er heildarþungi hennar 270 tonn.  Turnarnir eru 70 metra háir og þvermál hringsins sem spaðarnir mynda er 90 metrar.  Myllurnar voru reistar 2004 og hafa því verið í rekstri í næstum 10 ár.  Reiknað er með líftíma uppá 20 ár.  Nú þegar er búið að endurnýja tvær höfuðlegur og eru báðar myllurnar sem um ræðir staðsettar nálægt brattri brekku.  Annað hefur staðið væntingar.

Þessi vindmyllugarður er nánast ekki sýnilegur þegar keyrt er aðalveginn umhverfis eyjuna.  Staðsetningin er í 300 m h.y.s.  Á næstu eyju er annar vindmyllugarður, en sú eyja er marflöt og sýnileikin því mikill. Sú eyja heitir Smöla.   Að sögn Stakkraft er fólk almennt jákvætt fyrir starfseminni og þá væntanlega sjónmenguninni einnig.  Leyfin fyrir görðunum eru til 25 ára og ef þau verða ekki endurnýjuð þá verða myllurnar fjarlægðar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókn Sölva í vindmyllugarðinn þar sem hann fór m.a. upp í 70m hæð á einni vindmyllunni.

201403-1-1.jpg

201403-1-2.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...