Bætt upplýsingastreymi

16. maí 2014

Fram kom hjá Kristjáni Haraldssyni orkubússtjóra á nýliðnum ársfundi fyrirtækisins að Orkubúið hefur að undanförnu  unnið að því að bæta upplýsingastreymi til viðskiptavina sinna.  

Með snjallsíma og spjaldtölvuvæðingu landsmanna hefur komið krafan um gott aðgengi að upplýsingum  burtséð frá því hvaða tæki eru notuð til að nálgast þær upplýsingar.

Settar voru upp vefsíður á Facebook og Twitter og eru tilkynningar  á vefsvæði Orkubúsins tengdar við þær. Þannig er hægt er að nálgast mikilvægar tilkynningar með snjallsímum í gegnum þá samfélagsmiðla, sem mest eru notaðir, á sem hraðvirkastan hátt fyrir notendur. T.d. með því að nota öpp frá þessum samfélagsmiðlum er mjög fljótlegt að nálgast upplýsingar frá fyrirtækinu þó að eingöngu væri notast við GSM samband.

Á Facebook síðu Orkubúsins eru auk tilkynninga birtar almennar upplýsingar og gagnlegu efni miðlað, sem tengist fyrirtækinu og starfsmönnum þess, og settar inn áhugaverðar krækjur, myndir og myndbönd.

Heimsíða Orkubúsins var endurhönnuð í upphafi ársins með það fyrir augum að bæta aðgengi að upplýsingum og rafrænni þjónustu Orkubúsins. Útlit heimasíðunnar aðlagar sig að mismunandi skjástærðum hvort sem þar er á ferð lítill snjallsími í hendi eða stór skjár á borði. Rafræn eyðublöð er hægt að fylla út á auðveldan hátt í litlum snjallsíma eða á stærri skjá. 

Mínar síður, sem veita viðskiptavinum aðgang að pappírslausum rafrænum viðskiptum við Orkubúið, voru opnaðar í  byrjun síðasta árs. Mínar síður eru dulkóðaðar með bestu mögulegri tækni auk þess sem verið er að vinna í því að viðskiptavinir Orkubúsins geti notað Íslykilinn til að skrá sig inn.

Það má því segja að gildi Orkubúsins hafi verið höfð að leiðarljósi við að bæta upplýsingastreymi og rafræna þjónustu við viðskiptavini en þau eru þjónusta, framsækni og áreiðanleiki.

201405-1-1.jpg

09. október 2020

Jafnlaunavottun Orkubús Vestfjarða

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið jafnlaunavottun. Jafnlaunastefna Orkubúsins var unnin og samþykkt...

17. september 2020

Tilkynning frá Landsneti og Orkubúi Vestfjarða

Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal. Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys...

04. september 2020

Orkuvitund

Orkubú Vestfjarða hefur unnið að því, síðustu mánuði, að færa reikningagerðina fyrr í mánuðinn,...