Samstarfssamningur Orkubúsins og Vestra

08. mars 2019

Stuðningur OV hefur falist í styrk vegna leigu á íbúðarhúsi OV á Ísafirði til deildarinnar, en það hefur hýst yfirþjálfara deildarinnar og fjölskyldu hans auk þess sem 1-2 leikmenn meistaraflokks, sem þjálfa yngri flokka, hafa einnig haft þar búsetu. Samningurinn um húsið rennur út í septemberlok á þessu ári og fyrir liggur að hann verður ekki endurnýjaður.

Orkubúið hefur með þessum myndarlega hætti stutt við körfuna í bráðum þrjú ár en samningurinn lagði grunninn að þeirri miklu uppbyggingu sem orðið hefur í körfunni á þeim tíma. Hann gerði deildinni kleift að ráða Yngva Pál Gunnlaugsson sem yfirþjálfara, en hann flutti til Ísafjarðar með eiginkonu og þremur ungum börnum haustið 2016. Ásamt stjórn deildarinnar hefur Yngvi byggt upp kraftmikið yngriflokkastarf, bæði drengja og stúlkna, auk þess að móta öflugan meistaraflokk karla, þar sem yngri iðkendur hafa fengið tækifæri til að spreyta sig. Innan tíðar sér deildin einnig fram á að meistaraflokkur kvenna verði að veruleika á nýjan leik en gróska er í stúlknastarfi deildarinnar. Rétt er að nefna að hlutfall kynjanna í iðkendahópum deildarinnar er því sem næst jafnt.

Það er sömuleiðis ánægjuleg staðreynd að iðkendur körfunnar koma úr öllum þéttbýliskjörnum á norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Þingeyri til Bolungarvíkur og Súðavíkur.

Stuðningur fyrirtækja og stofnana í héraði við íþróttafélög á borð við Kkd. Vestra er grundvallarforsendan fyrir rekstri félaganna, ekki síst þeirra sem starfrækt eru á landsbyggðinni þar sem fyrirtækjaflóran er ekki jafn fjölbreytt og á suðvesturhorninu. Þess utan er kostnaður vegna mótsferða stór þáttur í rekstri landsbyggðarfélaga og heimilisbókhaldi íþróttaforeldra – og er hann umtalsvert hærri en hjá sambærilegum félögum á höfuðborgarsvæðinu.
Í ljósi þessa er framlag Orkubús Vestfjarða til körfunnar dýrmætt, en það hefur reynst einn af lykilþáttunum í framgangi körfunnar á norðanverðum Vestfjörðum hin síðari ár.

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...