Borun eftir jarðhita ber árangur

26. ágúst 2019

Leit á vegum Orkubús Vestfjarða að auknum jarðhita að Laugum í Súgandafirði hefur nú borið árangur.  Talsvert magn af heitu vatni streymir inn í borholuna á 940 metra dýpi og er það yfir væntingum.  Holan er orðin 971 metra djúp, en ekki liggur fyrir enn hvert lokadýpið verður, þar sem reiknað er með að bora eitthvað dýpra.

Mælingar og prófanir á næstu tveimur mánuðum munu leiða í ljós hvers vænta má af holunni til lengri tíma litið.  Skammtímamælingar gefa þó til kynna talsvert meira magn en úr eldri vinnsluholu Orkubúsins.  Fullsnemmt er að fullyrði nákvæmlega um magnið, en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að um geti verið að ræða a.m.k. 30 l/sek. eða þrefalt til fjórfalt það magn sem eldri holan gaf.  Hitastigið er núna 63°C og er reiknað með að það fari í a.m.k 67°C.

Allt bendir því til að hægt verði að nota jarðhitavatn eingöngu til að hita húsnæði á Súgandafirði, en í dag er þar rekin rafkynt hitaveita sem nýtir jarðhitaorku að hluta til. 

Ellefu rannsóknarholur voru boraðar á árunum 2016 til 2018, til að ákveða staðsetningu á vinnsluholunni, en áður höfðu farið fram rannsóknir og rýni á eldri gögnum.

Vænta má að heildarkostnaður við verkefnið verði á þriðja hundrað milljónir króna.  Þar er um að ræða kostnað við rannsóknir, borun á rannsóknarholum, úrvinnslu gagna og undirbúning og borun vinnsluholu.

Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem sér um borun vinnsluholunnar og notar til verksins borinn „NASA“

Það er ljóst að aukin jarðhitavinnsla í Súgandafirði gefur ýmsa möguleika og getur hæglega opnað dyr fyrir aukna atvinnustarfsemi á staðnum.

ff.jpg

Myndin tekinn við loftdælingu 25. ágúst.

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.