Landsbjörg veitir Orkubúi Vestfjarða viðurkenningu

01. júní 2015

Á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Ísafirði 29. maí 2015 var Orkubúi Vestfjarða veitt viðurkenning fyrir kerfisbundið vinnuverndarstarf og forvarnir sem stuðla að bættu starfsumhverfi og öryggi starfsmanna.

Orkubú Vestfjarða stefnir að slysalausum vinnustað og unnið er eftir skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Orkubúið hefur komið sér upp innra öryggisstjórnunarkerfi sem uppfyllir skilyrði laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Öryggisstjórnunarkerfið er tekið út af faggiltri skoðunarstofu á þriggja ára fresti. Kerfið er vottað af mannvirkjastofnun. Orkubúið var fyrsta rafveitan sem fékk viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi árið 1999. 

Orkubúið starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum í ISO 9001
Gæðakerfið er vottað og tekið út af óháðum aðila tvisvar á ári. Vottunin tekur til framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku og vinnslu, dreifingar og sölu á heitu vatni á Vestfjörðum.

201506-2-1.jpg

15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...