Mikið mælaskiptaár hjá Orkubúinu

18. desember 2015

Á þessu ári hefur Orkubúið skipt um óvenju mikið af orkumælum. Búið er að skipta um rúmlega 1100 raforkumæla og hátt í 500 varmaorkumæla. Mælaskiptin hafa gengið mjög vel með samstilltu átaki starfsmanna Orkubúsins og verktaka á þess vegum og í góðu samstarfi við viðskiptavini.

Flestir þessara mæla tengjast radíókerfi Orkubúsins. Nýju raforkumælarnir tengjast beint inn á radíókerfið og lesa jafnframt af nálægum varmaorkumælum.  Nokkur tími getur liðið frá því að mælar eru settir upp og þar til þeir tengjast radíókerfinu en með bættri tækni hefur tekist að stytta tímann. Nú þegar er búið að tengja flesta raforkumælana við radíókerfið og vel á fjórða hundrað varmaorkumæla. Allir þessir nýju orkumælar eru löggiltir og af nýrri kynslóð orkumæla og framleiddir af Kamstrup í Danmörku.

 201512-1-1.png

Markmið Orkubúsins er að í lok árs 2018 uppfylli allir orkumælar kröfu um löggildingu og verði jafnframt fjarálesanlegir í gegnum radíókerfið eða með nándarálestri. Stutt er í að markmiðið náist með raforkumæla og varmaorkumælar eru nú þegar á undan áætlun. Orkubúið rekur innra eftirlitskerfi með raforkumælum og varmaorkumælum samkvæmt heimild frá Neytendastofu. Orkubúið hefur verið leiðandi á þessu sviði á Íslandi og var fyrsta dreifiveitan til að fá heimild frá Neytendastofu til að reka innra eftirlitskerfi bæði fyrir  raforku-og varmaorkumæla.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...