Stillingar í varnarbúnaði ástæða bilunar í varaaflstöðinni í Bolungarvík 7. desember

11. janúar 2016

Landsnet hefur skýrt frá því að ástæða þess að töf varð á innsetningu varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík í fárviðrinu 7. desember s.l. má rekja til stillingar í varnarbúnaði.

Í óviðrinu sem gekk yfir landið þennan dag var straumlaust í um eina og hálfa klukkustund í Bolungarvík og á Ísafirði áður en varaaflsstöðin í Bolungarvík fór í gang. Að öllu jöfnu fer varaaflsstöðin í gang á innan við tveggja mínútna.

Landsnet hefur gert bilanagreiningu, sem leiddi í ljós að bilun má rekja til stillingar í varnarbúnaði, og tók það sérfræðinga Landsnets nokkurn tíma að átta sig á vandamálinu og ráða fram úr því.

Sjá nánar frétt á vef Landsnets

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...

03. júlí 2025

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu á Ísafirði og nýbyggingu í Súðavík

2025-04 – Viðbygging Skeiði 7, Ísafirði og ný spennistöð Langeyri, Súðavík