Elías Jónatansson ráðinn orkubússtjóri

11. mars 2016

orkubusstjori_elias.jpgStjórn Orkubús Vestfjarða ohf. hefur ákveðið að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra í Bolungarvík í starf orkubússtjóra frá 1. júlí n.k.

Elías lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og M.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Oregon State University árið 1986. Elías hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og sérfræðistörfum hjá ýmsum framleiðslufyrirtækjum, s.s. Einari Guðfinnssyni hf., Gná hf. og Sindrabergi hf. en frá árinu 2008 hefur hann verið bæjarstjóri í Bolungarvík. Elías var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur 2005-2006, hefur setið í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins frá 2007, í stjórn Íslandspósts 1998-2008 ofl.

Starf orkubússtjóra var auglýst laust til umsóknar í febrúarmánuði. Alls bárust 25 umsóknir um starfið og naut stjórn Orkubús Vestfjarða ráðgjafar Hagvangs við mat umsókna.

Orkubú Vestfjarða ohf. var upphaflega stofnað árið 1978 en var gert að hlutafélagi á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi 2001.

Kristján Haraldsson sem hefur gengt starfi orkubússtjóra frá stofnun félagsins mun láta af störfum 1. júlí n.k.

Starfssvið Orkubús Vestfjarða snýr að virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi. Starfsmenn Orkubúsins eru um 70 á þremur starfssvæðum og þjónusta þeir dreifikerfi fyrir Vestfirði og sölukerfi, sem nær til landsins alls. Aðalskrifstofa er á  Ísafirði og svæðisskrifstofur á Hólmavík og Patreksfirði.

11. mars 2016.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...