Tilkynning frá stjórn Orkubús Vestfjarða

13. október 2016

Stjórn Orkubús Vestfjarða fagnar því að nýbirt úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsháttum stjórnar OV, sem unnin var að beiðni forsætisnefndar Alþingis, leiðir í ljós að stjórnin starfaði í samræmi við heimildir sínar við gerð samnings um námsleyfi og í framhaldi af því starfslok fyrrverandi orkubússtjóra.

Úttektin staðfestir ennfremur að við mat á umsækjendum um starf orkubússtjóra var beitt faglegu ferli af utanaðkomandi ráðgjafafyrirtæki, sem skilaði með samhæfðu mati þeim tveimur umsækjendum sem þóttu hæfastir. Þegar stjórn fjallaði um þær niðurstöður var það mat fjögurra stjórnarmanna að annar þessara tveggja umsækjenda uppfyllti betur kröfur stjórnar til væntanlegs orkubússtjóra. Því var ákveðið að falla frá fyrri ákvörðun um að allir stjórnarmenn væru viðstaddir viðtöl við hæfustu umsækjendurna og ákveðið að bjóða starfið þeim umsækjenda sem fjórum af fimm stjórnarmönnum þótti uppfylla kröfur stjórnarinnar best. Eftir á að hyggja er ljóst að þessi breyting á ferlinu var óheppileg og stangast mögulega á við ákvæði um ráðningarferli skv. eigendastefnu fjármálaráðuneytis sem gerir kröfu um fyrirfram ákveðið ferli. Ekki var talið að viðbótarviðtöl myndu breyta niðurstöðunni sem var afgerandi. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins er ekki talið æskilegt að víkja frá fyrirfram gefnu ráðningarferli nema að sterk málefnaleg rök séu fyrir hendi. Það var mat stjórnar að miðað við þá niðurstöðu sem fyrir lá á fundinum hefðu viðtöl við hæfustu umsækjenda einungis verið til málamynda og því var talið eðlilegast að ljúka afgreiðslu málsins.

Stjórnin mun draga lærdóm af þeim athugasemdum og ábendingum sem settar eru fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar og sjá til þess að stjórnarhættir verði eftirleiðis í samræmi við eigendastefnu og að meiri formfestu verði gætt í innra starfi stjórnarinnar. Þá mun stjórnin yfirfara og skýra betur starfsreglur stjórnar Orkubús Vestfjarða og gera þær aðgengilegar starfsmönnum og öllum almenningi á vefsíðu fyrirtækisins.

 

F.h. stjórnar Orkubús Vestfjarða

Viðar Helgason, formaður

02. júní 2023

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2023

Orkubú Vestfjarða hefur úthlutað samfélagsstyrkjum 2023.

30. maí 2023

Hagnaður af rekstri Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða skilaði 196 millj. króna hagnaði á árinu 2022 í samanburði við 329 millj...

22. maí 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2023

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn...