Af hverju hækkuðu niðurgreiðslur á raforku 1. janúar 2017?

03. janúar 2017

Niðurgreiðslur á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis eru ákveðnar með lögum (6.gr.laga nr. 78/2002).  Einhver misskilningur er í gangi um að OV notfæri sér hækkanir á niðurgreiðslum til að hækka gjaldskrár.  Þessu er hinsvegar öfugt farið því niðurgreiðslur ríkisins taka mið af verði dreifiveitna raforku og hækka því sem afleiðing af hækkun dreifiveitunnar.  Eftir að dreifiveitan hefur kynnt tillögur um hækkun fyrir Orkustofnun gerir stofnunin tillögur til iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samræmi við gjaldskrárhækkanirnar, en ráðherra ákveður niðurgreiðslurnar í samræmi við lögin. 

Þann 1. janúar 2017 hækkaði gjaldskrá OV vegna dreifingar raforku í dreifbýli úr 7,52 kr/kWst í 8,18 kr/kWst eða um 66 aura kWst að teknu tilliti til 2,18 kr/kWst dreifbýlisframlags sem greitt er vegna allrar raforkunotkunar i dreifbýli.
Þar sem lög gera ráð fyrir að flutningur og dreifing raforku til húshitunar séu niðurgreidd að fullu þá hækkuðu niðurgreiðslur vegna raforku til hitunar um sömu 66 aura kWst og fóru úr 7,22 kr/kWst í 8,18 kr/kWst.
Málið er því þannig vaxið að ef taxtar OV vegna dreifingar hefðu ekki verið hækkaðir þá hefðu niðurgreiðslur til notenda á Vestfjörðum ekkert hækkað, hvorki í dreifbýli né þéttbýli.

Rétt er að taka fram að ofan á dreifingarkostnað er greitt jöfnunargjald að fjárhæð 0,3 kr/kWst.  Það jöfnunargjald greiða allir almennir notendur raforku í landinu og er gjaldið notað til að standa straum af niðurgreiðslum vegna notkunar raforku til upphitunar hjá notendum á svokölluðum köldum svæðum eins og á Vestfjörðum, en einnig nýtist gjaldið til að fjármagna dreifbýlisframlagið – 2,18 kr/kWst.  Jöfnunargjaldið sem almennir notendur þurfa að greiða er óbreytt 0,30 kr/kWst.

01. mars 2023

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2023.

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2023.

24. febrúar 2023

Sumarstörf í boði 2023

Auglýst er eftir flokkstjóra og ungu fólki til starfa hjá Orkubúinu í sumar.

22. febrúar 2023

Orkumælar og framrásarhiti hitaveitna Orkubús Vestfjarða

Rafkyntar hitaveitur Orkubús Vestfjarða eru eins og nafnið gefur til kynna, drifnar með rafkötlum,...