Orkan frá Fossavatni

03. ágúst 2017

Frá 13. febrúar 1937 hafa Vestfirðingar fengið raforku frá vatnsaflsvirkjuninni í Engidal.  Á þessum 80 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar í orðins fyllstu merkingu Vestfirðingum til góðs.

Framkvæmdin á sínum tíma var umfangsmikil. Stíflan við Fossavatn var höfð stærri og vélarafl virkjunarinnar meira en fyrirhugað var í fyrstu. Nánari umfjöllun um forsögu rafvæðingar á Ísafirði og framkvæmdina er að finna á vef OV. Fyrir um tveimur árum var virkjunin endurnýjuð ásamt 2 km affallspípu, sem liggur frá Fossavatni.

201708-1-2.jpg

Í gegnum tíðina hafa margir Ísfirðingar og gestkomandi nýtt sér svæðið til útivistar. Góð gönguleið er frá Engidal og upp að Fossavatni og er hún að mestu auðveld fyrir flesta. Stórfenglegt útsýni er yfir Engidal og Skutulsfjörð fyrsta hluta leiðarinnar. Fara þarf yfir vöð en það gerir gönguferðina bara skemmtilegri.

201708-1-3.jpg

Á seinni tímum hefur Fossavatnsgangan notið mikilla vinsælda meðal gönguskíðamanna. Svæðið í nágrenni við Fossavatn er því sannkölluð útivistarparadís allt árið um kring.

201708-1-4.jpg

Fossavatnið sjálft er lítið og fallegt þar sem það situr í mikilli fjallaskál. Þeir sem eiga leið hjá geta skráð nafn sitt í gestabók og staðfest komu sína með stimpli.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...