Orkubú Vestfjarða verður bakhjarl Skjaldborgar

30. apríl 2018

Á dögunum gerði Orkubú Vestfjarða  tímamótasamning, sem bakhjarl við Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.

Skjaldborg verður haldinn í tólfta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuna. Hátíðin er sú eina sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir og leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda. Þannig stuðlar hátíðin, í samvinnu við heimamenn, að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Það þykir mikill gæðastimpill fyrir heimildarmyndir að komast inn á hátíðina og hafa verðlaunamyndir hátíðarinnar oftar en ekki verið tilnefndar til Edduverðlaunanna í kjölfarið og jafnvel unnið til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna.

skjaldborg.jpg

Á myndinni sjást Kristín Andrea Þórðardóttir Skjaldborgari og Elías Jónatansson orkubússtjóri handsala samkomulagið.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...