Orkubú Vestfjarða verður bakhjarl Skjaldborgar

30. apríl 2018

Á dögunum gerði Orkubú Vestfjarða  tímamótasamning, sem bakhjarl við Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.

Skjaldborg verður haldinn í tólfta sinn á Patreksfirði um hvítasunnuna. Hátíðin er sú eina sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir og leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda. Þannig stuðlar hátíðin, í samvinnu við heimamenn, að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Það þykir mikill gæðastimpill fyrir heimildarmyndir að komast inn á hátíðina og hafa verðlaunamyndir hátíðarinnar oftar en ekki verið tilnefndar til Edduverðlaunanna í kjölfarið og jafnvel unnið til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna.

skjaldborg.jpg

Á myndinni sjást Kristín Andrea Þórðardóttir Skjaldborgari og Elías Jónatansson orkubússtjóri handsala samkomulagið.

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...