Jafnlaunavottun Orkubús Vestfjarða

09. október 2020

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið jafnlaunavottun.

Jafnlaunastefna Orkubúsins var unnin og samþykkt í stjórn fyrirtækisins árið 2019, en þar er m.a. ákvæði um að innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi.  Markmið stefnunnar er að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu og/eða jafn verðmæt störf.

Unnið var að undirbúningi jafnlaunavottunarinnar á árinu 2019 og í byrjun árs 2020 af starfsmönnum fyrirtækisins.  Fenginn var utanaðkomandi aðili, Attentus, til að skoða laun og samsetningu þeirra og gera út frá þeirri skoðun launagreiningu á öllum störfum í fyrirtækinu.  Þegar sú greining lá fyrir fór fram úttekt í tveimur þrepum af hálfu vottunaraðilans, BSI á Íslandi.  Þær úttektir fóru fram í janúar og mars 2020. 

Jafnréttisstofa hefur í framhaldi af úttektinni gefið Orkubúinu heimild til að nota jafnlaunamerkið næstu þrjú árin sem er gildistími vottunarinnar.

Jafnlaunastefna fyrirtækisins, sem aðgengileg er á vef fyrirtækisins, kveður á um að árlega sé framkvæmd launagreining sem gefur til kynna hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.

JAFNLAUNAMERKI.png

11. maí 2022

Orkubú Vestfjarða styður Skjaldaborgarhátíðina

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og Orkubú Vestfjarða endurnýjuðu á dögunum...

08. apríl 2022

Ráðherra kynntar tillögur um orkumál á Vestfjörðum

Mörg áhersluverkefni hafa verið sett af stað í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu til...

08. apríl 2022

Útboð - Óskað eftir tilboðum í lagningu jarðstrengja og hitaveitulagna.

Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir tilboðum í lagningu jarðstrengja...