Orkubú Vestfjarða velur e1 sem þjónustuaðila hleðslustöðva

03. nóvember 2022
Orkubú Vestfjarða og e1 hafa undirritað samstarfssamning varðandi umsjón og þjónustu fyrir allar hleðslustöðvar Orkubúsins á Vestfjörðum.
Orkubú Vestfjarða hóf vegferðina fyrir orkuskiptin á Vestfjörðum árið 2017 með fyrstu hleðslustöð fyrirtækisins og í dag rekur fyrirtækið net hleðslustöðva víðsvegar um Vestfirði en alls eru þetta 16 stöðvar í 9 sveitarfélögum.

e1 hefur síðustu ár unnið að þróun opins markaðstorgs fyrir hleðslustöðvar með það að markmiði að tengja rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva með einföldum hætti og efla þannig uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.
Það eru spennandi tímar framundan á Vestfjörðum og við erum ánægð með að fá e1 til liðs við okkur í þessa mikilvægu vegferð orkuskipta hér á svæðinu.

Til þess að fagna þessum áfanga verður frítt í hleðslustöðvar Orkubús Vestfjarða dagana 3. – 9. nóvember nk.
Hleðslustöðvar Orkubús Vestfjarða má finna á eftirfarandi stöðum:
Bjarkarlundi, Flókalundi, Hólmavík, Hvítanesi, Ísafirði, Patreksfirði, Reykjanesi, Tálknafirði og Þingeyri.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum fyrirtækjanna www.ov.is og www.e1.is
18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025

17. febrúar 2025

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2025

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2025