Netmáli 1.0 til kynningar

14. febrúar 2025

Dreifiveitur rafmagns kynna hér til umsagnar Netmála 1.0 - Skilmálar um viðbótarkostnað vegna nýrra tenginga við dreifiveitu og stórar fjárfestingar vegna útmötunar. 
Í netmálanum felast skilmálar sem gilda fyrir allar dreifiveitur rafmagns um hvernig staðið skuli að útreikningi á viðbótarkostnaði vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á kerfi dreifiveitu í tengslum við afhendingu til notenda. 
Netmálinn er unninn á grundvelli raforkulaga og reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga, með síðari breytingum, sérstaklega 2. gr. reglugerðar 302/2022 - Kerfisframlag vegna nýrra tenginga við dreifiveitu.

Umsagnarferlið stendur til 14. mars 2025. Vinsamlegast skilið umsögnum til O.V. á netfangið ov@ov.is eða til Samorku, á netfangið katrinh@samorka.is 

Hér fyrir neðan er hægt að lesa og niðurhala netmála og viðaukum.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...