Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum hleðslustöðvum í okkar eigu. QR kóðarnir vísa á síður sem biðja notendur um að slá inn kortaupplýsingar. Við ítrekum að við biðjum aldrei um greiðsluupplýsingar í gegnum QR kóða á hleðslustöðvum. Greiðslur eiga alltaf að fara í gegnum okkar viðurkenndu app eða á öruggan hátt í gegnum heimasíðu
fyrirtækisins.
Hvað á að gera ef þú hefur skannað slíkan QR kóða?
•Sláðu ekki inn kortaupplýsingar.
•Ef þú hefur þegar gefið upp kortaupplýsingar skaltu hafa strax samband við viðskiptabanka þinn.
•Láttu okkur vita um tilvik með því að hafa samband í síma 4503211.
Við vinnum nú að því að fjarlægja þessa fölsuðu merkingar og biðjum notendur að vera á varðbergi.