Þegar mínúta skiptir máli

07. júlí 2017

Á undanförnum árum hefur Orkubú Vestfjarða fjárfest í stórbættu dreifikerfi raforku á Vestfjörðum, betri nýtingu á þeim vatnsaflsvirkjunum, sem það rekur, og unnið mikið starf tengt upplýsingatækni, snjall-lausnum og þjálfun starfsmanna. Miðlun mikilvægra upplýsinga til viðskiptavina skiptir Orkubúið miklu máli.  Þessar upplýsingar varða t.d. skipulögð og fyrirvaralaus rof á afhendingu rafmagns og á heitu vatni.  Á undanförnu ári hefur verið lögð áhersla á að koma mikilvægum tilkynningum til notenda eins fljótt og mögulegt er og nýta til þess nútíma upplýsingatækni þ.m.t. snjalltækni og samfélagsmiðla.

Mikilvægum upplýsingum er miðlað nánast í rauntíma á vef Orkubúsins og póstlista og auk þess geta allir notfært sér smáforrit Orkubúsins þangað sem tilkynningum er miðlað með nýjustu tækni. Smáforritin eru handhæg og fljótvirkasta leiðin til að fylgjast með mikilvægum upplýsingum.

android_1.pngNá í smáforrit fyrir Iphone

Þú getur nálgast smáforritin á Google PlayStore fyrir Android snjalltæki og á Apple AppStore fyrir iPhone og Ipad.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...