Kortasjá

12. desember 2008

Kortasjá Loftmynda er komin á heimasíðu Orkubúsins.  Í kortasjánni er hægt að skoða kort af þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða. Hægt er að færa, stækka þau og minnka, mæla fjarlægðir og leita að heimilsfangi. Hægt er að velja á milli þess að hafa sem undirlag hefðbundið gatnakort eða myndkort og sýna aðrar kortaþekjur þar ofan á.

Stjórntæki

Kortaþekjur Birta eða fela kortaþekjur.
Velja: Velja og sjá ítarupplýsingar um landfræðileg gögn. 
Athugið að þetta tól er ekki til staðar í öllum kortum.
Þysja inn (zoom in): Stækka mælikvarða kortsins. Velja stað á kortinu sem á stækka, halda niðri vinstri músatakka og draga yfir kortið til að velja nýtt svæði.
Þysja út (zoom out): Minnka mælikvarða kortsins.
Hliðra: Færa kortið til. Halda niðri vinstri músatakkanum og má þá draga kortið til á skjánum.
Upphafskort: Sækja upphafskort.
Mæla fjarlægð: Velja stað á kortinu þar sem byrja á að mæla og tvísmella síðan til að kára mælinguna. Niðurstaðan kemur í gráa reitin efst til hægri. Ef "shift" takkanum á lykklaborðinu er haldið niðri er hægt að mæla brotna línu.
Hjálp: Leiðbeiningar um notkun kortanna.
Stýrirönd: Notuð til að færa kortið til, minnka það eða stækka.
Krækja: Notað til að geyma stöðu kortsins til að kalla á síðar td. frá annari heimasíðu eða senda í tölvupósti sem krækju. Hægrismella á krækjuna og velja "Copy Shortcut" í Internet Explorer eða sambærilega aðgerð í öðrum vöfrum.


Leita

Hægt að leita eftir heimilisfangi. Hægt er að slá inn hluta heimilsfangs td. "Arnar" til að finna öll heimilsföng sem standa við Arnarás. Eftir að ýtt er á "Leita" (eða Enter á lykklaborðinu) koma upp niðurstöður í lista. Ef tiltekið heimilsfang er valið úr listanum færist kortið á þann stað og möguleiki er á að skoða upplýsingar um viðkomandi fasteign hjá Fasteignamati ríkisins eða í Símaskrá. Ef að til eru skannaðar teikningar af viðkomandi húsi er hægt að sjá yfirlit yfir þær til að skoða eða prenta.

R.E. 08.12.2008

01. desember 2022

Að virkja og vernda loftslag – hvar á að virkja ?

Orkuskiptin kalla á vangaveltur um hvort þörf sé á nýjum virkjunum.  Ef útrýma á jarðefnaeldsneyti...

28. nóvember 2022

Þrjár nýjar hleðslustöðvar

Nú hafa verið teknar í notkun þrjár nýjar hleðslustöðvar hjá Orkubúi Vestfjarða, tvær á Hvítanesi...

14. nóvember 2022

Ný kynslóð af raforkumælum í Súðavík

Árið 2005 hóf Orkubúið innleiðingu á snjallmælum fyrst veitna.