Breyting á álestri

02. febrúar 2009

Nú um áramótin urðu þær breytingar að Rafveitusvið og Orkusvið hætta svokölluðum eftirlitsálestri. Framvegis verður aðeins lesið af orkumælum einu sinni á ári í samræmi við reglur Orkustofnunar en þar segir:

Lesa skal á rafmagnsmæla árlega og annast dreifiveitan það ýmist sjálf eða felur notendum að lesa á mæla og tilkynna dreifiveitunni um mælisstöðuna. Þó er dreifiveitum skylt að senda fulltrúa sína til að lesa á rafmagnsmæla að minnsta kosti fjórða hvert ár.

Dreifiveita les á rafmagnsmæli

á fjögurra ára fresti í það minnsta eða  
ef notandi skiptir um raforkusala eða 
ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða 
ef skipt er um rafmagnsmæli. 
Hafi notendur grun um að áætlun sé röng eða vilja koma álestri til dreifiveitu er hægt að senda inn álestur til Orkubúsins símleiðis eða gegnum heimasíðu fyrirtækisins og smella á Eyðublöð og Tilkynning um álestur.

02.02.2009  K.H.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...