Orkubú Vestfjarða sölusvið gerir samninga um orkukaup og sölu

20. nóvember 2009

Sölusvið Orkubús Vestfjarða hefur nýlega gert samning við Íslenska kalkþörungafélagið ehf um sölu á raforku til þurrkunar á kalkþörungum í verksmiðju félagsins á Bíldudal.

Fram til þessa hefur Kalkþörungaverksmiðjan notast við gas til þurrkunar.

Umfang samningsins sem er til tveggja ára er allt að 10,5 GWh á ári og hámarksafl um 3 MW.

Jafnframt hefur sölusvið OV gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur til sama tíma um kaup á orku til að mæta orkuþörf Kalkþörungaverksmiðjunnar.

Gert er ráð fyrir að orkuafhending hefjist í  9. viku ársins 2010.

Sigurjón Kr. Sigurjónsson

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

03. júlí 2025

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu á Ísafirði og nýbyggingu í Súðavík

2025-04 – Viðbygging Skeiði 7, Ísafirði og ný spennistöð Langeyri, Súðavík

15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...