Orkubú Vestfjarða sölusvið gerir samninga um orkukaup og sölu

20. nóvember 2009

Sölusvið Orkubús Vestfjarða hefur nýlega gert samning við Íslenska kalkþörungafélagið ehf um sölu á raforku til þurrkunar á kalkþörungum í verksmiðju félagsins á Bíldudal.

Fram til þessa hefur Kalkþörungaverksmiðjan notast við gas til þurrkunar.

Umfang samningsins sem er til tveggja ára er allt að 10,5 GWh á ári og hámarksafl um 3 MW.

Jafnframt hefur sölusvið OV gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur til sama tíma um kaup á orku til að mæta orkuþörf Kalkþörungaverksmiðjunnar.

Gert er ráð fyrir að orkuafhending hefjist í  9. viku ársins 2010.

Sigurjón Kr. Sigurjónsson

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

04. október 2024

Vel sóttur kynningarfundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Opinn kynningarfundur á vegum Orkubúsins vegna umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar var...

30. september 2024

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum Orkubús...

09. september 2024

Tímamótasamningur um sölu á forgangsorku

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,...