Útboð. Stækkun og breyting á stöðvarhúsi Mjólkárvirkjunar

03. febrúar 2011

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu stöðvarhúss Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði, merkt „Stækkun og breyting á stöðvarhúsi" Stærð viðbyggingarinnar er  60 m2 og 530 m3.  Stöðvarhúsið er byggt úr steinsteypu með steyptu bogaþaki.  Húsinu skal skila múrhúðuðu að utan, innanhúss skal einangra veggi og loft, klæða með gifsplötum og mála.  Brjóta þarf gaflvegg núverandi stöðvarhúss og framkvæma minniháttar breytingar á því. 

Helstu magntölur eru áætlaðar eftirfarandi:

Jarðvinna  1200 rúmmetrar  

Mótaflötur  760 fermetrar

Járnabending  18500 kg.

Steinsteypa  325 rúmmetrar

Múrbrot  60 rúmmetrar

Verklok eru áfangaskipt og uppsteypa skal vera langt komin fyrir 1. júlí 2011, þannig að niðursetning vatnshverfils geti hafist.   Verkinu skal vera að fullu lokið fyrir 1. október 2011.

Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús Vestfjarða  Stakkanesi 1,

400 Ísafirði frá og með þriðjudeginum 8. febrúar gegn kr. 15.000,- óafturkræfu gjaldi.  Hægt að panta gögnin á netfangi orkubu@ov.is eða gg@ov.is.  Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14.00, þriðjudaginn 1. mars 2011, þar sem þau verða opnuð og lesin upp.

Orkubú Vestfjarða ohf.

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...