Rafali hífður inn í stöðvarhús Mjólkárvirkjunar

19. ágúst 2011

Í gær 18. ágúst var 7 MW rafali(mynd 1) fyrir nýja vélasamstæðu í Mjólká hífður inn í stöðvarhúsið.  Vandasöm aðgerð því rafalinn var samsettur með kasthjóli sem vissulega sparaði tíma á verkstað í samsetningu, en gerði það að verkum að þunginn var þeim mun meiri og er rafalinn 45 tonn.  Þótt aðstæður væru góðar fyrir hífingu. þ.e. að kraninn gat verðið eins nánast húsinu og hentaði og gatið í þakinu uppvið gaflinn að innanverðu, þá þurfti minn þrefalda lyftigetu m.v. þungann sem átti að hífa.  150 tonna krani hefði hentað vel, en sá sem kom gat lyft 200 tonnum.  Slíkur krani er það þungur fyrri vegina, að 30 tonna lóð sem fylgdu honum voru flutt með tveimur auka bílum.

Sjálf hífingin var vandasöm því rafalinn var fluttur í láréttri stöðu.  Kraninn var útbúinn tveimur krókum sem hífðu jafnt rafalann uppí góða hæða og síðan slakað á krók í neðri enda hans.  Sjá mynd 2.  Á mynd 3 er búið að flytja krókinn til að hífa í eyra á móti hinum króknum í efri endanum og þannig hægt að koma rafalanum í lóðrétta stöðu í eins og sagt er í "lausu lofti".  Eftir það varð að slaka rafalnum niður á bráðabyrgða undirstöður utandyra, sjá mynd 4.  Þá gafst tækifæri til að sameina báðar stroffurnar á einn krók, því loka hífingin inn í hús og niður á vélaundirstöðurnar(mynd 5),  varð að vera eins nákvæm og kraninn bauð uppá.  Á mynd 6 sést vel öll hlutföll.  Toppurinn á krananum er í 30 metra hæð, húsið rúmlega 10 metrum og hæð rafala 5 metrar.   

Af framkvæmdinni sjálfri er það að segja að verkið er á áætlun.  6 september er áætlað að svokölluð þurrprófun vélarinnar geti hafist og um og eftir 15 sept verði hægt að fylla vatn á pípu og vél og þar á eftir frekari prófanir sem allar eiga vera yfirstaðnar í september. 

Orkusvið
Sölvi R Sólbergsson

201108-1-1.jpg

201108-1-2.jpg

11. maí 2022

Orkubú Vestfjarða styður Skjaldaborgarhátíðina

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og Orkubú Vestfjarða endurnýjuðu á dögunum...

08. apríl 2022

Ráðherra kynntar tillögur um orkumál á Vestfjörðum

Mörg áhersluverkefni hafa verið sett af stað í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu til...

08. apríl 2022

Útboð - Óskað eftir tilboðum í lagningu jarðstrengja og hitaveitulagna.

Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir tilboðum í lagningu jarðstrengja...