Framleiðsla hafin á vél II í Mjólká

21. september 2011

Kl. 14.30 í dag var nýja 7 MW vélin fösuð við net í fyrsta sinn.  Þar með er búið að framleiða fyrstu kWh.  Gamla vélin, 5,7 MW var tekinn úr rekstri 3 ágúst s.l., sem þíðir að á meðan verið var að skipta milli véla liðu rúmir 49 sólahringar.  Nú fara í hönd fekari prófanir á búnaði vélarinnar, einkum svokallaðar útslátarprófanir á mis miklu álagi og einnig próanir í eyjarekstri. 

Til að trufla notendur sem minnst, þá verða prófanir sem valda straumleysi hjá notendum gerðar að nóttu til.  Fyrirhugað er að framkvæma þær aðfaranótt föstudags.  Að afloknum prófunum sem ætti að geta orðið í nætu viku, þá afhendir framleiðandinn vélina formlega tilbúna til rekstrar. 

Orkusvið 21. sept 2011
Sölvi R Sólbergsson

201109-1-1.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...