Styrkur til Guðmundar Felix Grétarssonar

15. nóvember 2011

Guðmundur Felix Grétarsson rafveituvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir nokkrum árum. Nú hefur Guðmundur fengið jákvætt svar um að hægt sé að græða á hann hendur í Frakklandi. Hefur Guðmundur ákveðið að fara í aðgerð til að fá hendur. Þetta kostar Guðmund 40.milljónir. Söfnun er í gangi og hefur gengið vel. Allar upplýsingar eru á vef hendur.is.

201111-2-1.jpg


Starfsmannafélag Orkubús Vestfjarða safnaði fé meðal starfsmanna til styrktar Guðmundi og Orkubú Vestfjarða lagði síðan fram ámóta upphæð og safnaðist meðal starfsmanna. Alls söfnuðust 250.000.- kr. og hefur sú upphæð nú verið lögð inn á söfnunarreikning Guðmundar.

Starfsmannafélag Orkubús Vestfjarða

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...