Styrkur til Guðmundar Felix Grétarssonar

15. nóvember 2011

Guðmundur Felix Grétarsson rafveituvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir nokkrum árum. Nú hefur Guðmundur fengið jákvætt svar um að hægt sé að græða á hann hendur í Frakklandi. Hefur Guðmundur ákveðið að fara í aðgerð til að fá hendur. Þetta kostar Guðmund 40.milljónir. Söfnun er í gangi og hefur gengið vel. Allar upplýsingar eru á vef hendur.is.

201111-2-1.jpg


Starfsmannafélag Orkubús Vestfjarða safnaði fé meðal starfsmanna til styrktar Guðmundi og Orkubú Vestfjarða lagði síðan fram ámóta upphæð og safnaðist meðal starfsmanna. Alls söfnuðust 250.000.- kr. og hefur sú upphæð nú verið lögð inn á söfnunarreikning Guðmundar.

Starfsmannafélag Orkubús Vestfjarða

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...

17. febrúar 2025

Sumarstörf í boði 2025

Sumarstörf í boði 2025

17. febrúar 2025

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2025

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2025