Bilanir á Ströndum og Ísafjarðardjúpi

31. desember 2012

Á svæði 3 er ástand rafmagnsmála þannig að Árneshreppur er enn rafmagnslaus og ekki miklar líkur á að það lagist á þessu ári miðað við veðráttu.
Búið er að koma rafmagni á alla byggða bæi á þessu svæði að öðru leiti en vitað er um nokkra sumarbústaði rafmagnslausa.
Í Ísafjarðardjúpi er komið á rafmagn frá Sængurfossvirkjun í Mjóafjörðinn að Látrum og ástandið er þannig að virkjunin ræður ekki við það sem eftir er af svæðinu. Starfsmenn OV eru að taka sumarbústaði á línunni frá og á þá að reyna að hleypa rafmagni á þá bæi sem búseta er á. Allt tiltækt varaafl er notað á þessu svæði.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.