Útboð ISA-01
Landsnet og Orkubú Vestfjarða óska eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01.Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.
Helstu verkliðir eru:
• Grafa fyrir og fylla að húsi, lögnum og plönum.
• Leggja jarðskautskerfi í steypu og jörð.
• Steypa upp rofasal og spennahólf.
• Steypa upp stjórnhús.
• Leggja lagnakerfi.
• Fullnaðarfrágangur utan- og innanhúss.
• Frágangur lóðar.
Húsið skal vera tilbúið til uppsetningar á háspennu- og stjórnbúnaði 15. febrúar 2014.
Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2014.
Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík og í móttöku Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði frá og með miðvikudeginum 22. maí 2013.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík fyrir kl. 10:00 föstudaginn 7. júní 2013 þar sem þau verða opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.