Orkubú Vestfjarða fær vottun á gæðastjórnunarkerfi.

02. maí 2013

Orkubúið hefur frá haustinu 2010 unnið að þróun og innleiðingu gæðakerfis. Í dag var Orkubúinu afhent vottorð frá Vottun hf. sem staðfestingu þess að Orkubúið starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2008 staðalsins. Vottorðið tekur til framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku og vinnslu, dreifingar og sölu á heitu vatni á Vestfjörðum.


Áfram verður unnið að því að viðhalda kerfinu með úttektum og þróun til að nýta kosti þess, Orkubúinu og viðskiptavinum til framdráttar. 

Gæðastefna Orkubús Vestfjarða er að: Vera ábyrgt fyrirtæki sem nýtur trausts viðskiptavina sinna og veitir þeim þjónustu af bestu mögulegu gæðum og með fullnægjandi afhendingaröryggi.
Vera meðvitað um áhrif starfssemi fyrirtækisins á umhverfið og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum svo sem kostur er. Vera fyrirmyndar vinnustaður þar sem aðbúnaður, hollusta og öryggi starfsmanna er sett í öndvegi.
Vera fyrirtæki sem uppfyllir ávalt opinberar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. 
Vera fyrirtæki sem fer að kröfum ISO 9001 staðalsins og vinnur að stöðugum umbótum.

201305-4-1.jpg

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...

20. desember 2024

20 km jarðstrengur til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska...