Taktu þátt í skemmtilegum leik og virkjaðu þína síðu!

25. október 2013

Allir virkir notendur að Mínum síðum Orkubús Vestfjarða öðlast þátttöku í skemmtilegum leik þar sem heppnir notendur verða dregnir út og fá vegleg verðlaun.

Orkubú Vestfjarða býður öllum viðskiptavinum sínum aðgang að vefsvæði, Mínar síður, þar sem m.a. er hægt  að skoða  orkureikninga, orkunotkun, panta yfirlit í tölvupóst og skoða ýmsar gagnlegar upplýsingar.  Þjónustan er ný og er veitt viðskiptavinum Orkubúsins þeim að kostnaðarlausu.

Til að kynna þessa nýju þjónustu og hvetja viðskiptavini til að virkja sínar síður þá hefur Orkubúið ákveðið að draga út fjóra virka notendur og veita þeim vegleg verðlaun.

Viðskiptavinir virkja sínar síður með því að fá lykilorð sent í heimabanka og skrá sig síðan inn á vefsvæðið. Notendanafn er kennitala viðskiptavinar. Nánari upplýsingar er að finna á Mínar síður þaðan sem hægt er að virkja vefsvæðið. 

Viðskiptavinum er velkomið að leita aðstoðar við að virkja sínar síður í síma 450-3211 eða í tölvupósti til orkubu@ov.is. Við minnum einnig á facebook síðu Orkubúsins þar sem hægt er að leita eftir aðstoð í gegnum skilaboðakerfið.

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.