Orkubúið er komið á facebook og Twitter

01. október 2013

Orkubú Vestfjarða opnaði nýverið vefsíður á samfélagsmiðlunum facebook og Twitter. Markmiðið með vefsíðunum er að auka þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og veita innsýn inn í margbreytilega starfsemi þess, sem borin er uppi af kraftmiklu og reynslumiklu starfsfólki.

Öllum tilkynningum Orkubúsins er varða bilanir og straumrof er miðlað inn á vefsíðurnar. Þannig geta viðskiptavinir notað snjallsíma og spjaldtölvur til að fá skjótan aðgang að upplýsingum um leið og þær berast.

Vefsíðurnar eru vaktaðar af starfsfólki Orkubúsins sem svarar öllum fyrirspurnum sem berast í gegnum þær.

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...

18. mars 2025

Starf svæðisstjóra á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar...