Unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu

01. nóvember 2013

Tálknafjarðarlína er eina raforkutenging til sunnaverðra vestfjarða.  Línan er 66 kV og liggur frá Mjólkárvirkjun við Borgarfjörð inn af Arnarfirði að Keldeyri við Tálknafjörð.

Síðustu daga hafa starfsmenn Orkubús Vestfjarða og Landsnets ásamt verktökum unnið að viðhaldi og breytingum á Tálknafjarðarlínu, með það að markmiði að treysta  rekstraröryggi hennar.

Verkefnið felst einkum í að einangrun leiðara frá burðarvirki er aukin með því að skipta út eldri stand-einangrurum fyrir nýja.   Einnig eru ráðstafanir gerðar til að minnka hættu á samslætti leiðara sem nokkuð hefur borið á í verstu veðrum.  Þetta er gert með því að koma fyrir fjarlægðar-einangrurum milli fasa.

Hluta verksins er nú lokið og ráðgert er að ljúka viðhaldsaðgerðum og breytingum á næsta ári.

201311-2-1.jpg

201311-2-2.jpg

201311-2-3.jpg

201311-2-4.jpg

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...

03. júlí 2025

Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í viðbyggingu á Ísafirði og nýbyggingu í Súðavík

2025-04 – Viðbygging Skeiði 7, Ísafirði og ný spennistöð Langeyri, Súðavík