Heppinn notandi að Mínum síðum hlýtur Ipad Air spjaldtölvu í verðlaun

20. desember 2013

Í dag, 20. desember, var dreginn út einn virkur notandi að Mínum síðum Orkubús Vestfjarða og hlýtur hann í verðlaun Ipad Air spjaldtölvu.

Nýlega var skrifað undir styrktarsamning við KFÍ þar sem Orkubúið verður einn af aðal bakhjörlum félagsins næstu þrjú árin. Það var því vel við hæfi að glæsilegur fulltrúi úr leikmannahópi KFÍ, Ingvar Bjarni Viktorsson, kæmi í heimsókn í Orkubúið til að draga út hinn heppna notanda.

Verðlaunahafinn, sem hlýtur glæsilega Ipad Air spjaldtölvu í verðlaun, er:

Guðmundur Geir Einarsson Kolfinnustöðum.
Haft verður samband við hinn heppna notanda um afhendingu verðlaunanna.

Um Mínar síður Orkubúsins
Orkubú Vestfjarða býður öllum viðskiptavinum sínum aðgang að vefsvæði, Mínar síður, þar sem m.a. er hægt  að skoða  orkureikninga, orkunotkun, panta yfirlit í tölvupósti og skoða ýmsar gagnlegar upplýsingar. 

201312-2-1.jpg

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.

22. ágúst 2025

Jákvætt skref í jarðhitaleit á Patreksfirði

Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða staðið fyrir borun á þremur rannsóknarholum og nýrri...