Afhending verðlauna í leik um Mínar síður Orkubúsins

10. desember 2013

Í gær, 9.desember 2013, fór fram afhending bókarverðlauna í leik um Mínar síður Orkubús Vestfjarða.

Þrír virkir notendur að Mínum síðum voru dregnir út að þessu sinni og hlutu þeir glæsilega bók í verðlaun eftir Ragnar Axelsson, Fjallaland. Verðlaunahafar kíktu í heimsókn í Orkubúið og fengu afhent verðlaunin úr hendi Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra.

Verðlaunahafar eru Sigurður Freyr Kristinsson Ísafirði, Hrafn Snorrason Ísafirði og Arctic Oddi ehf. Flateyri.

Þann 20. desember n.k. verður dreginn út einn virkur notandi að Mínum síðum og hlýtur hann í verðlaun stórglæsilega Ipad spjaldtölvu. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem virkja sína síðu hjá Orkubúi Vestfjarða auk þess sem stigið er skref inn í rafræn pappírslaus viðskipti framtíðarinnar.

Um Mínar síður Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða býður öllum viðskiptavinum sínum aðgang að vefsvæði, Mínar síður, þar sem m.a. er hægt  að skoða  orkureikninga, orkunotkun, panta yfirlit í tölvupósti og skoða ýmsar gagnlegar upplýsingar.

201312-4-1.jpg

201312-4-2.jpg

201312-4-3.jpg

201312-4-4.jpg

22. janúar 2025

Skipta virkjanir og staðsetning þeirra máli?

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir...

09. janúar 2025

Breytingar á verðskrá Orkubús Vestfjarða 1. Janúar 2025

Verðskrár Orkubús Vestfjarða taka eftirfarandi breytingum frá og með 1. Janúar 2025.

20. desember 2024

500þ. króna styrkur til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða og Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska...