Afhending verðlauna í leik um Mínar síður Orkubúsins

10. desember 2013

Í gær, 9.desember 2013, fór fram afhending bókarverðlauna í leik um Mínar síður Orkubús Vestfjarða.

Þrír virkir notendur að Mínum síðum voru dregnir út að þessu sinni og hlutu þeir glæsilega bók í verðlaun eftir Ragnar Axelsson, Fjallaland. Verðlaunahafar kíktu í heimsókn í Orkubúið og fengu afhent verðlaunin úr hendi Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra.

Verðlaunahafar eru Sigurður Freyr Kristinsson Ísafirði, Hrafn Snorrason Ísafirði og Arctic Oddi ehf. Flateyri.

Þann 20. desember n.k. verður dreginn út einn virkur notandi að Mínum síðum og hlýtur hann í verðlaun stórglæsilega Ipad spjaldtölvu. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem virkja sína síðu hjá Orkubúi Vestfjarða auk þess sem stigið er skref inn í rafræn pappírslaus viðskipti framtíðarinnar.

Um Mínar síður Orkubúsins

Orkubú Vestfjarða býður öllum viðskiptavinum sínum aðgang að vefsvæði, Mínar síður, þar sem m.a. er hægt  að skoða  orkureikninga, orkunotkun, panta yfirlit í tölvupósti og skoða ýmsar gagnlegar upplýsingar.

201312-4-1.jpg

201312-4-2.jpg

201312-4-3.jpg

201312-4-4.jpg

16. október 2025

Lokað fyrir umferð á Skógarbraut vegna vinnu við hitaveitulögn

Lokað verður fyrir umferð um Skógarbraut á Ísafirði í dag og á morgun, 16. og 17. október.

04. september 2025

Viðvörun – Fölsuð QR kóðamerking á hleðslustöðvum !

Við viljum vara við því að óprúttnir aðilar hafa komið fyrir fölsuðum QR kóðum á nokkrum...

29. ágúst 2025

Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Óhætt er að segja að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum.