S.l. þriðjudag, 14.01.2014, hélt Egill Skúlason fyrirlestur um 60 eininga verkefni sitt til meistaraprófs við Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið heitir Optimization and Profitability of Hydro Power with Wind Power.
Egill fékk að nota nýútkoma forathugun á Mjólká VI sem grunn að þessu verkefni, sem er tæp 7 MW, auk tvöföldunar á afli Mjólká I. Sömuleiðis skoðaði hann vindafarið á Þröskuldum og stilli upp tveimur möguleikum í afli. 2 x 900 kW vindmyllum eins og LV er núþegar búinn að reisa við Búrfell og einnig setja upp vindmyllugarð, 21 x 900 kW samtals um 19 MW.
Í dag föstudaginn 17.01.2014 mun Egill koma Vestur og flytja 30 mín fyrirlestur á íslensku um verkefni sitt og niðurstöður á Stakkanesi kl. 14.00 fyrir starfsmenn Orkubúsins.