Myndband af vinnuflokk Orkubúsins að störfum slær í gegn

13. janúar 2014

Síðastliðinn fimmtudag, 9. Janúar, fór vinnuflokkur Orkubúsins á Ísafirði til viðgerða á Súðavíkurlínu. Þeir notuðu tækifærið og tóku upp mjög áhugaverð og skemmtileg myndbönd. Stytt og samsett útgáfa af myndböndunum var sett inn á Facebook síðu Orkubúsins síðastliðinn föstudag og má segja að myndbandið hafi slegið rækilega í gegn. Á aðeins tveim dögum höfðu rúmlega 18 þúsund Facebook notendur séð myndbandið og hundruð notenda hefur deilt eða líkað við myndbandið. 

Myndbandið sýnir nýja hlið á þeim erfiðu störfum og aðstæðum sem bíða vinnuflokka Orkubúsins yfir vetrarmánuðina. Einnig má sjá fegurð vestfirskra fjalla á fallegum vetrardögum.

 
15. maí 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2025

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 16. maí...

25. apríl 2025

70 samfélagsstyrkjum úthlutað í ár

Í dag, föstudaginn 25.apríl úthlutaði Orkubú Vestfjarða samfélagsstyrkjum 2025, en í ár bárust yfir...

02. apríl 2025

Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði – sótt um virkjunarleyfi

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða þ. 26 mars var tekin formleg ákvörðun um að sótt verði...